Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2021 06:01 Margir hafa nýtt sér það að kjósa í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Smáralind eða Kringlunni síðasta mánuðinn. Enn er hægt að kjósa þar í dag, frá 10-22. Vísir/Vilhelm Landsmenn munu ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Kjörstaðir verða opnaðir um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu og verður þeim í flestum tilfellum lokað klukkan 22. Vísir hefur tekið saman nokkur helstu atriðin varðandi kosningarnar og framkvæmd þeirra. Upplýsingar um hvenær dyr kjörstaða eru opnaðar og þeim lokað má nálgast á heimasíðu einstakra sveitarfélaga. Hægt er að fletta upp hvar maður skuli kjósa á heimasíðu á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 21. ágúst síðastliðinn. Alls eru 1.282 manns á listum flokkanna fyrir þessar Alþingiskosningar og má í fréttum Vísis sjá nöfn allra frambjóðenda í kjördæmunum sex með því að smella á kjördæmin að neðan. Svo til allir oddvitar hafa kynnt sig í Oddvitaáskoruninni hér á Vísi. Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Langflestir í Suðvesturkjördæmi Á kjörskrá eru 254.681 manns – 126.889 karlar, 127.752 konur og fjörutíu kynsegin. Hefur fólki á kjörskrá fjölgað um 6.179 frá kosningunum 2017, þegar 248.502 voru á kjörskrá. Langflestir kjósendur eru skráðir í Suðvesturkjördæmi, 73.729 manns, eða 28,95 prósent kjósenda. Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmið með sína 10.486 kjósendur, eða 8,46 prósent af heildarfjölda. Þá eru 16.768 á kjörskrá í fyrsta skipti, það er ungt fólk sem vegna aldurs gat ekki kosið í síðustu þingkosningum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá mega þrír erlendir ríkisborgarar kjósa í kosningunum að þessu sinni. Er um að ræða svokallaða „Jafnréttisdani“, það er Dani sem voru skráðir til heimilis á Íslandi á þeim tíma þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði frá Danmörku og lögum samkvæmt fengu áfram að kjósa í íslenskum þingkosningum. Þeir voru fimm í kosningunum 2017 og hefur því fækkað um tvo. Á vef dómsmálaráðuneytisins, kosningar.is, má finna auðlesið efni með upplýsingar um kosningarnar og framkvæmd þeirra. Breytingar í Grafarvogi Í Reykjavík hafa verið gerðar breytingar á kjördæmamörkum og eru áhrifin þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist þó ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Að neðan má sjá kort af kjörstöðum í Reykjavík. Fimm nýir kjörstaðir hafa bæst við frá síðustu kosningum. Hverjir mega kjósa? Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Íslenskir ríkisborgarar, sem náð hafa átján ára aldri og átt lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili af landinu, 1. desember 2012 eða síðar. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2012 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2020. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru áður nefndir þrír danskir ríkisborgarar sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Kjósendur í sóttkví eða einangrun Á tímum heimsfaraldurs er tilhögunin þannig að kjósendur sem eru sóttkví eða í einangrun á kjördag, og geti því ekki greitt atkvæði á almennum kjörstað eða almennum utankjörfundarstað, er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum sem sýslumenn útbúa hver í sínu umdæmi. Nánari upplýsingar um Covidkosningu er að finna á island.is/covidkosningar2021. Kjósandi sem greiðir atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skal koma í bíl á kjörstaðinn. „Honum er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og hann skal vera einn í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran,“ segir á vef stjórnarráðsins. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur farið fram í Kringlunni og í Smáralind, Kópavogi síðustu vikurnar. Hvernig skal kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í þar til gerðan reit fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Að neðan má sjá myndband dómsmálaráðuneytisins þar sem útskýrt er hvernig atkvæðagreiðslan fer fram á kjördag. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýði að ekki má til að mynda taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í frétt Vísis frá 2016. Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum Alls eru tíu flokkar – Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn – sem bjóða fram í öllum kjördæmum, en Ábyrg framtíð býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. B-listi Framsóknarflokksins C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokksins F-listi Flokks fólksins J-listi Sósíalistaflokksins M-listi Miðflokksins O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins P-listi Pírata S-listi Samfylkingarinnar V-listi Vinstri grænna Y-listi Ábyrgrar framtíðar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Upplýsingar um hvenær dyr kjörstaða eru opnaðar og þeim lokað má nálgast á heimasíðu einstakra sveitarfélaga. Hægt er að fletta upp hvar maður skuli kjósa á heimasíðu á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 21. ágúst síðastliðinn. Alls eru 1.282 manns á listum flokkanna fyrir þessar Alþingiskosningar og má í fréttum Vísis sjá nöfn allra frambjóðenda í kjördæmunum sex með því að smella á kjördæmin að neðan. Svo til allir oddvitar hafa kynnt sig í Oddvitaáskoruninni hér á Vísi. Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Langflestir í Suðvesturkjördæmi Á kjörskrá eru 254.681 manns – 126.889 karlar, 127.752 konur og fjörutíu kynsegin. Hefur fólki á kjörskrá fjölgað um 6.179 frá kosningunum 2017, þegar 248.502 voru á kjörskrá. Langflestir kjósendur eru skráðir í Suðvesturkjördæmi, 73.729 manns, eða 28,95 prósent kjósenda. Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmið með sína 10.486 kjósendur, eða 8,46 prósent af heildarfjölda. Þá eru 16.768 á kjörskrá í fyrsta skipti, það er ungt fólk sem vegna aldurs gat ekki kosið í síðustu þingkosningum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá mega þrír erlendir ríkisborgarar kjósa í kosningunum að þessu sinni. Er um að ræða svokallaða „Jafnréttisdani“, það er Dani sem voru skráðir til heimilis á Íslandi á þeim tíma þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði frá Danmörku og lögum samkvæmt fengu áfram að kjósa í íslenskum þingkosningum. Þeir voru fimm í kosningunum 2017 og hefur því fækkað um tvo. Á vef dómsmálaráðuneytisins, kosningar.is, má finna auðlesið efni með upplýsingar um kosningarnar og framkvæmd þeirra. Breytingar í Grafarvogi Í Reykjavík hafa verið gerðar breytingar á kjördæmamörkum og eru áhrifin þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist þó ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Að neðan má sjá kort af kjörstöðum í Reykjavík. Fimm nýir kjörstaðir hafa bæst við frá síðustu kosningum. Hverjir mega kjósa? Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Íslenskir ríkisborgarar, sem náð hafa átján ára aldri og átt lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili af landinu, 1. desember 2012 eða síðar. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2012 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2020. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru áður nefndir þrír danskir ríkisborgarar sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Kjósendur í sóttkví eða einangrun Á tímum heimsfaraldurs er tilhögunin þannig að kjósendur sem eru sóttkví eða í einangrun á kjördag, og geti því ekki greitt atkvæði á almennum kjörstað eða almennum utankjörfundarstað, er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum sem sýslumenn útbúa hver í sínu umdæmi. Nánari upplýsingar um Covidkosningu er að finna á island.is/covidkosningar2021. Kjósandi sem greiðir atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skal koma í bíl á kjörstaðinn. „Honum er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og hann skal vera einn í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran,“ segir á vef stjórnarráðsins. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur farið fram í Kringlunni og í Smáralind, Kópavogi síðustu vikurnar. Hvernig skal kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í þar til gerðan reit fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Að neðan má sjá myndband dómsmálaráðuneytisins þar sem útskýrt er hvernig atkvæðagreiðslan fer fram á kjördag. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýði að ekki má til að mynda taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í frétt Vísis frá 2016. Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum Alls eru tíu flokkar – Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn – sem bjóða fram í öllum kjördæmum, en Ábyrg framtíð býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. B-listi Framsóknarflokksins C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokksins F-listi Flokks fólksins J-listi Sósíalistaflokksins M-listi Miðflokksins O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins P-listi Pírata S-listi Samfylkingarinnar V-listi Vinstri grænna Y-listi Ábyrgrar framtíðar
Á vef dómsmálaráðuneytisins, kosningar.is, má finna auðlesið efni með upplýsingar um kosningarnar og framkvæmd þeirra.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira