Uppsögn í framhaldi af tilkynningu um einelti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 15:52 Guðrún Jónsdóttir hefur sakað Þórdísi Sif um einelti. Guðrúnu Jónsdóttur, safnstjóra hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, hefur verið sagt upp störfum eftir fimmtán ár í starfi. Guðrún greinir frá uppsögninni á Facebook sem hún segir koma í beinu framhaldi af því að hún hafi lagt fram kvörtun um einelti á hendur sveitarstjóranum í Borgarbyggð. Guðrún greindi frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir hún að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar, hafi tilkynnt henni í gær að sveitarfélagið hyggðist segja henni upp störfum. „Sú ákvörðun er mér þungbær enda var það gert í kjölfar þess að ég lagði fram eineltiskvörtun á hendur sveitarstjóra vegna óréttmætrar framkomu hennar í minn garð og í kjölfar þess að ég höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð þar sem ég taldi að á mér væri brotinn réttur sem starfsmanni.“ Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, svarar fyrir ásakanirnar og stingur líkt og Guðrún niður penna á Facebook. „Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir. Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu. Ég hef það að leiðarljósi, í starfi mínu og lífinu almennt, að gæta jafnræðis, stuðla að góðum samskiptum, taka á vandasömum málum og hreinskilni er mér sérstaklega hugleikin,“ segir Þórdís. „Framangreindri ásökun um einelti hafna ég alfarið. Ég get eðli máls samkvæmt ekki greint frá málinu í efnisatriðum vegna þagnarskyldu minnar sem sveitarstjóri, en málið er í farvegi þar sem allt er upp borðum.“ Guðrún segist vera sátt við feril sinn í Safnahúsinu, fastasýningum sem hún hafi komið á fót og vakið mikla athygli. Sömuleiðis rafræna skráningu safnkosts og ýmsar aðrar úrbætur á húsinu og faglegri starfsemi þess. „Ég er stolt af því að hafa staðið með menningararfi Borgfirðinga og nágranna þeirra, varðveislu hans og miðlun þó móti blési, sér í lagi í átökum við embættismenn sem ekki sáu gildi hans fyrir samfélagið.“ Henni sé á þessum tímamótum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hún hafi átt samskipti við í starfi sínu. „Ég yfirgef þetta skemmtilega og áhugaverða starf með trega en tek með mér margar fallegar minningar. Ekki síst hugsa ég með hlýju og þakkæti til kærra samstarfsmanna og alls þess góða fólks sem ég hef verið svo lánsöm að eiga samskipti við á löngum starfsferli. Nýtt upphaf blasir við hjá mér, en ég óska þess eins að sú merka stofnun sem Safnahús Borgarfjarðar er fái að blómstra áfram sem menningarhús héraðinu öllu til heilla.“ Borgarbyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Guðrún greindi frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir hún að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar, hafi tilkynnt henni í gær að sveitarfélagið hyggðist segja henni upp störfum. „Sú ákvörðun er mér þungbær enda var það gert í kjölfar þess að ég lagði fram eineltiskvörtun á hendur sveitarstjóra vegna óréttmætrar framkomu hennar í minn garð og í kjölfar þess að ég höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð þar sem ég taldi að á mér væri brotinn réttur sem starfsmanni.“ Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, svarar fyrir ásakanirnar og stingur líkt og Guðrún niður penna á Facebook. „Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir. Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu. Ég hef það að leiðarljósi, í starfi mínu og lífinu almennt, að gæta jafnræðis, stuðla að góðum samskiptum, taka á vandasömum málum og hreinskilni er mér sérstaklega hugleikin,“ segir Þórdís. „Framangreindri ásökun um einelti hafna ég alfarið. Ég get eðli máls samkvæmt ekki greint frá málinu í efnisatriðum vegna þagnarskyldu minnar sem sveitarstjóri, en málið er í farvegi þar sem allt er upp borðum.“ Guðrún segist vera sátt við feril sinn í Safnahúsinu, fastasýningum sem hún hafi komið á fót og vakið mikla athygli. Sömuleiðis rafræna skráningu safnkosts og ýmsar aðrar úrbætur á húsinu og faglegri starfsemi þess. „Ég er stolt af því að hafa staðið með menningararfi Borgfirðinga og nágranna þeirra, varðveislu hans og miðlun þó móti blési, sér í lagi í átökum við embættismenn sem ekki sáu gildi hans fyrir samfélagið.“ Henni sé á þessum tímamótum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hún hafi átt samskipti við í starfi sínu. „Ég yfirgef þetta skemmtilega og áhugaverða starf með trega en tek með mér margar fallegar minningar. Ekki síst hugsa ég með hlýju og þakkæti til kærra samstarfsmanna og alls þess góða fólks sem ég hef verið svo lánsöm að eiga samskipti við á löngum starfsferli. Nýtt upphaf blasir við hjá mér, en ég óska þess eins að sú merka stofnun sem Safnahús Borgarfjarðar er fái að blómstra áfram sem menningarhús héraðinu öllu til heilla.“
Borgarbyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16