Fannst kominn tími til að gera eitthvað spennandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 14:01 Sænski línumaðurinn Emma Olsson er mjög hrifin af Íslandi og meira að segja veðrinu. Skjámynd/Seinni bylgjan Sænski línumaðurinn Emma Olsson hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils í kvennahandboltanum en hún kom til Fram í sumar frá sænska liðinu Önnereds. Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira