Fannst kominn tími til að gera eitthvað spennandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 14:01 Sænski línumaðurinn Emma Olsson er mjög hrifin af Íslandi og meira að segja veðrinu. Skjámynd/Seinni bylgjan Sænski línumaðurinn Emma Olsson hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils í kvennahandboltanum en hún kom til Fram í sumar frá sænska liðinu Önnereds. Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira