Að halda reisn og sjálfstæði Elínborg Steinunnardóttir skrifar 22. september 2021 10:46 Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun