Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 15:35 Charlotte Charles, móðir Harry Dunn, og Bruce Charles, stjúpfaðir hans, við dómsmálaráðuneyti Bretlands. Bresk stjórnvöld hafa ítrekað tekið upp dauða sonar þeirra við bandaríska ráðamenn. Vísir/Getty Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar. Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar.
Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32
Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40