Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2021 22:45 Læknar hafa að mestu leyti farið eftir lögunum nýju og umdeildu í Texas. AP/LM Otero Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira