Forsendur lífskjarasamningsins brostnar og formaður VR kennir stjórnvöldum um Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 19:19 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Egill Forsendunefnd SA og ASÍ komst að þeirri niðurstöðu á fundi í dag að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þurfi að samningsaðilar að endurskoða kjarasamninga sín á milli fyrir mánaðarmót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira