Samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks ekki æskilegt til lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2021 18:20 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mættust í Pallborðinu í dag. vísir/Vilhelm Forseti Alþingis og einn stofnenda Vinstri Grænna efast um að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé góður kostur til lengri tíma. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur samstarfið hafa leitt af sér pólitískan óróleika sem hafi skilað sér í fjölgun flokka. Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira