Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 12:21 Rusesabagina í réttarsal í febrúar. Hann telur að rekja megi ákæruna á hendur sér til gagnrýni sinnar á Kagame forseta Rúanda. AP/Muhizi Olivier Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina. Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina.
Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48