Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið á La Palma sem nú þegar hefur eyðilagt um hundrað hús. Við heyrum í fólki sem á jörð á eynni en gosið hefur annars ekki haft áhrif á flugumferð almennt til Kanaríeyja.

Þá ræðum við um hættuna af því að hafa rafmagnstæki í sambandi á nóttinni en um helgina kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu.

Einnig verður rætt við sérfræðing sem segir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga og fjallað um rostunginn sem gerði sig heimankominn á bryggjunni í Hornafirði í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×