Lífið

Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Logan Paul er á landinu

Árni Sæberg skrifar
Logan Paul hefur á síðustu árum lagt fyrir sig hnefaleika.
Logan Paul hefur á síðustu árum lagt fyrir sig hnefaleika. Cliff Hawkins/Getty Images

Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club.

Logan Paul vakti upphaflega athygli á samfélagsmiðlinum sáluga Vine árið 2013. Á Vine birti Paul stutt gamansöm myndskeið sem öfluðu honum ekki einungis mikillar frægðar heldur einnig hundruðum þúsunda Bandaríkjadala.

Árið 2014 lá leið Logans Paul frá Vine á Youtube þar sem hann hélt úti geysivinsælli síðu þar sem hann birti myndbönd af hinum ýmsu hrekkjum sem hann gerði auk annars skemmtiefnis.

Hlaðvarpsstjórnandi og hnefaleikakappi

Eftir að Youtube skrúfaði fyrir auglýsingatekjur á Youtube rás Logans Paul, vegna umdeilds myndbands af líki, stofnaði hann hlaðvarpið Impaulsive. 

Árið 2018 steig Logan Paul fyrst inn í hnefaleikahringinn þegar hann barðist við samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Bardaginn endaði með jafntefli. Þeir háðu annan bardaga árið 2019 sem endaði með sigri KSI.

Í júní síðastliðnum fór fram bardagi milli Logans Paul og Floyd Mayweather jr, margfalds heimsmeistara í hnefaleikum. Logan Paul kom mörgum að óvörum þegar honum tókst að klára bardagann við heimsmeistarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×