Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 20:00 Ole Gunnar Solskjær var glaður í leikslok. Julian Finney/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira