Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 22:00 Inga BJörk Margrétar Bjarnadóttir, er baráttukona fyrir málefnum fatlaðs fólks. aðsend Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?