Áhugaverðir sex mánuðir að baki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2021 13:19 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira