Gleymdi mennta- og menningarmálaráðherra Hönnunarsafninu? Stella Stefánsdóttir skrifar 19. september 2021 11:00 Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Söfn Menning Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar