Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 14:04 Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, hefur fjarlægt diplómatísku hanskana. Ap/Jens Schlueter Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum. Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02