Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:26 Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum fá að kjósa á sérstökum kjörstöðum í hverju sýslumannsumdæmi. T.d. verður einn slíkur kjörstaður í bílakjallara Krónunnar á Selfossi. Vísir/Arnar Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira