Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Breiðablik 1-0 | Tap í Hafnarfirði og örlög Blika ekki lengur í þeirra höndum Dagur Lárusson skrifar 19. september 2021 18:15 Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma. Þeir sáu til þess að Blikar eru ekki lengur í toppsæti deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði í 21. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar með eru Blikar ekki í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og örlögin ekki lengur í þeirra höndum. Það voru FH-ingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og pressuðu Blika meira og meira eftir því sem leið á hálfleikinn. Bæði lið áttu þó sín færi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 18. mínútu en þá fékk Jason Daði Svanþórsson boltann hjá sínum eigin vítateig og bar boltann upp að miðju vallarins áður en hann gaf á Viktor Karl Einarsson sem tók vel við boltanum og fann síðan Árna Vilhjálmsson í hlaupi sem átti í raun skot eða fyrirgjöf sem varð hvorugt. Illa farið með með gott færi hjá Blikum. Jason Daði Svanþórsson reyndir að snúa sig út úr vandræðum. Guðmundur Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson eru ekki á þeim buxunum.Vísir/Hulda Margrét Eftir þetta færi voru það FH-ingar sem sóttu meira og áttu nokkur ágætis færi. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 38. mínútu en þá fengu FH-ingar hornspyrnu. Hana tók Jónatan Ingi Jónsson, fór boltinn beint á kollinn á Matthíasi Vilhjálmssyni sem skallaði boltann á Pétur Viðarsson. Stýrði Pétur boltanum í netið framhjá Antoni Ara Einarssyni og FH-ingar því komnir yfir. Var staðan 1-0 í hálfleik og því á brattan að sækja fyrir Blika í seinni hálfleiknum. Pétur Viðarsson var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Blikar mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn og létu vel finna fyrir sér fyrstu mínúturnar. Þrátt fyrir að vera meira með boltann gekk það ekki vel að finna glufur í vel skipulagðri vörn FH-inga. Það var ekki mikið um opin færi fyrr en seinasta korterið í leiknum en þá fór að færast meiri hiti í leikinn. Á 77. mínútu fékk Árni Vilhjálmsson boltann rétt fyrir utan teig FH. Þar steig hann Guðmund Kristjánsson út sem neyddist þá til að brjóta á honum inn í teig og því var dæmd vítaspyrna. Árni steig sjálfur á punktinn en skaut boltanum langt yfir markið við mikinn fögnuð FH-inga. Heldur ólíkt Árna sem skoraði til dæmis úr vítaspyrnu í leiknum gegn Val. Árni brenndi af vítaspyrnu.Vísir/Hulda Margrét Blikar neituðu þó að gefast upp og héldu áfram að sækja. Þeirra besta sókn kom á 80. mínútu en þá spiluðu þeir vel á milli sín upp vinstri kantinn sem endaði með því að Andri Rafn var kominn inn á teig FH-inga, gaf boltann fyrir á Jason Daða sem var einn fyrir opnu marki en hitti ekki boltann og því staðan ennþá 1-0 fyrir FH. Það var í raun ótrúlegt að Jason hafi klúðrar þessu færi þar sem það var í raun erfiðara að klúðra heldur en skora. Tæklingar flugu.Vísir/Hulda Margrét Eftir þessi færi Blika voru það frekar FH-ingar sem voru líklegri til þess að skora en bæði Pétur Viðarsson og Baldur Logi áttu skot sem fóru rétt framhjá marki Blika. Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því lokatölur 1-0 fyrir FH. Þessi úrslit þýða að Breiðablik er komið í annað sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Víking sem vann sinn leik gegn KR. Breiðablik þarf því að vinna sinn leik gegn HK í lokaumferðinni og vonast til þess að Leiknir nái stigi af Víking í Fossvoginum. Mynd sem lýsir ágætlega tilfinningum Blika í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH-ingar börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn og vörðust vel. Mögulega var fögnuður Stjörnunnar í Kaplakrika árið 2014 ennþá ferskur í minni þeirra og voru þeir því ekki á þeim buxunum að leyfa Blikum að koma í Kaplakrika og tryggja sér titilinn. Það virtist einnig vera einhver skjálfti í Blika liðinu, að minnsta kosti í fyrri hálfleiknum, og voru þeir ekki sjálfum sér líkir í dag. Hverjir stóðu uppúr? Pétur Viðarsson átti frábæran leik í dag. Hann varðist ekki bara vel og stýrði vörn FH-inga heldur var það einnig hann sem skoraði eina mark leiksins og tryggði því FH-ingum sigurinn. Hann var klárlega maður leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson og Pétur Viðarsson horfa á boltann. Damir Muminovic fylgist með álengdar.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Eflaust taugarnar hjá Blikum. Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði um það í viðtali eftir leik að hann fann fyrir smá skjálfta hjá sinum mönnum sem hann taldi þó vera eðlilegt enda mikið í húfi. En sá skjálfti sást hjá Blikum í gegnum leikinn og mögulega til dæmis hjá Árna í vítinu hans. Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í dag, en þeir þurftu að vera það til þess að sigra baráttuglaða FH-inga. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fer fram næstu helgi, eða 25. september, en þá tekur Breiðblik á móti HK á meðan FH-ingar fara norður og mæta KA. Ömurlegt að missa þetta úr okkar höndum Höskuldur reynir að dansa í gegnum vörn FH.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta er sárt og við erum bara svekktir með okkar frammistöðu hérna í dag og ömurlegt að missa þetta úr okkar höndum,” byrjaði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, á að segja. Spilamennska Breiðabliks var ekki nægilega góð í fyrri hálfleiknum en skánaði aðeins í seinni hálfleiknum. Höskuldur vildi meina að hans lið átti meira skilið eftir seinni hálfleikinn. ,,Við vorum eitthvað stressaðir í fyrri hálfleiknum. Þeir auðvitað ná marki úr föstu leikatriði sem við verjumst ekki nægilega vel og við vorum pirraðir út í okkur sjálfa eftir það. En svo í seinni hálfleik reynum við að ýta þeim aftar og fáum færi en það einfaldlega gekk ekki.” ,,Skiljanlega er hátt spennustig hjá okkur en við erum búnir að vera spila svona leiki í síðustu umferðum þannig það er engin afsökun. Sjöundi sigurinn í röð vildi bara ekki koma, maður vinnur ekki alltaf.” Höskuldur vildi þó ekki meina að þeir væru búnir að gefa upp alla von. ,,Það eru auðvitað minni líkur núna og þetta er ekki í okkar höndum en við verðum bara að vera vissir um að við verðum ekki búnir að kasta inn neinu handklæði næsta laugardag,” endaði Höskuldur á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn
Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði í 21. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar með eru Blikar ekki í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og örlögin ekki lengur í þeirra höndum. Það voru FH-ingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og pressuðu Blika meira og meira eftir því sem leið á hálfleikinn. Bæði lið áttu þó sín færi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 18. mínútu en þá fékk Jason Daði Svanþórsson boltann hjá sínum eigin vítateig og bar boltann upp að miðju vallarins áður en hann gaf á Viktor Karl Einarsson sem tók vel við boltanum og fann síðan Árna Vilhjálmsson í hlaupi sem átti í raun skot eða fyrirgjöf sem varð hvorugt. Illa farið með með gott færi hjá Blikum. Jason Daði Svanþórsson reyndir að snúa sig út úr vandræðum. Guðmundur Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson eru ekki á þeim buxunum.Vísir/Hulda Margrét Eftir þetta færi voru það FH-ingar sem sóttu meira og áttu nokkur ágætis færi. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 38. mínútu en þá fengu FH-ingar hornspyrnu. Hana tók Jónatan Ingi Jónsson, fór boltinn beint á kollinn á Matthíasi Vilhjálmssyni sem skallaði boltann á Pétur Viðarsson. Stýrði Pétur boltanum í netið framhjá Antoni Ara Einarssyni og FH-ingar því komnir yfir. Var staðan 1-0 í hálfleik og því á brattan að sækja fyrir Blika í seinni hálfleiknum. Pétur Viðarsson var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Blikar mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn og létu vel finna fyrir sér fyrstu mínúturnar. Þrátt fyrir að vera meira með boltann gekk það ekki vel að finna glufur í vel skipulagðri vörn FH-inga. Það var ekki mikið um opin færi fyrr en seinasta korterið í leiknum en þá fór að færast meiri hiti í leikinn. Á 77. mínútu fékk Árni Vilhjálmsson boltann rétt fyrir utan teig FH. Þar steig hann Guðmund Kristjánsson út sem neyddist þá til að brjóta á honum inn í teig og því var dæmd vítaspyrna. Árni steig sjálfur á punktinn en skaut boltanum langt yfir markið við mikinn fögnuð FH-inga. Heldur ólíkt Árna sem skoraði til dæmis úr vítaspyrnu í leiknum gegn Val. Árni brenndi af vítaspyrnu.Vísir/Hulda Margrét Blikar neituðu þó að gefast upp og héldu áfram að sækja. Þeirra besta sókn kom á 80. mínútu en þá spiluðu þeir vel á milli sín upp vinstri kantinn sem endaði með því að Andri Rafn var kominn inn á teig FH-inga, gaf boltann fyrir á Jason Daða sem var einn fyrir opnu marki en hitti ekki boltann og því staðan ennþá 1-0 fyrir FH. Það var í raun ótrúlegt að Jason hafi klúðrar þessu færi þar sem það var í raun erfiðara að klúðra heldur en skora. Tæklingar flugu.Vísir/Hulda Margrét Eftir þessi færi Blika voru það frekar FH-ingar sem voru líklegri til þess að skora en bæði Pétur Viðarsson og Baldur Logi áttu skot sem fóru rétt framhjá marki Blika. Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því lokatölur 1-0 fyrir FH. Þessi úrslit þýða að Breiðablik er komið í annað sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Víking sem vann sinn leik gegn KR. Breiðablik þarf því að vinna sinn leik gegn HK í lokaumferðinni og vonast til þess að Leiknir nái stigi af Víking í Fossvoginum. Mynd sem lýsir ágætlega tilfinningum Blika í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH-ingar börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn og vörðust vel. Mögulega var fögnuður Stjörnunnar í Kaplakrika árið 2014 ennþá ferskur í minni þeirra og voru þeir því ekki á þeim buxunum að leyfa Blikum að koma í Kaplakrika og tryggja sér titilinn. Það virtist einnig vera einhver skjálfti í Blika liðinu, að minnsta kosti í fyrri hálfleiknum, og voru þeir ekki sjálfum sér líkir í dag. Hverjir stóðu uppúr? Pétur Viðarsson átti frábæran leik í dag. Hann varðist ekki bara vel og stýrði vörn FH-inga heldur var það einnig hann sem skoraði eina mark leiksins og tryggði því FH-ingum sigurinn. Hann var klárlega maður leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson og Pétur Viðarsson horfa á boltann. Damir Muminovic fylgist með álengdar.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Eflaust taugarnar hjá Blikum. Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði um það í viðtali eftir leik að hann fann fyrir smá skjálfta hjá sinum mönnum sem hann taldi þó vera eðlilegt enda mikið í húfi. En sá skjálfti sást hjá Blikum í gegnum leikinn og mögulega til dæmis hjá Árna í vítinu hans. Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í dag, en þeir þurftu að vera það til þess að sigra baráttuglaða FH-inga. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fer fram næstu helgi, eða 25. september, en þá tekur Breiðblik á móti HK á meðan FH-ingar fara norður og mæta KA. Ömurlegt að missa þetta úr okkar höndum Höskuldur reynir að dansa í gegnum vörn FH.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta er sárt og við erum bara svekktir með okkar frammistöðu hérna í dag og ömurlegt að missa þetta úr okkar höndum,” byrjaði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, á að segja. Spilamennska Breiðabliks var ekki nægilega góð í fyrri hálfleiknum en skánaði aðeins í seinni hálfleiknum. Höskuldur vildi meina að hans lið átti meira skilið eftir seinni hálfleikinn. ,,Við vorum eitthvað stressaðir í fyrri hálfleiknum. Þeir auðvitað ná marki úr föstu leikatriði sem við verjumst ekki nægilega vel og við vorum pirraðir út í okkur sjálfa eftir það. En svo í seinni hálfleik reynum við að ýta þeim aftar og fáum færi en það einfaldlega gekk ekki.” ,,Skiljanlega er hátt spennustig hjá okkur en við erum búnir að vera spila svona leiki í síðustu umferðum þannig það er engin afsökun. Sjöundi sigurinn í röð vildi bara ekki koma, maður vinnur ekki alltaf.” Höskuldur vildi þó ekki meina að þeir væru búnir að gefa upp alla von. ,,Það eru auðvitað minni líkur núna og þetta er ekki í okkar höndum en við verðum bara að vera vissir um að við verðum ekki búnir að kasta inn neinu handklæði næsta laugardag,” endaði Höskuldur á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti