Allt sem þú heyrir er lygi. Sem þú borgar fyrir Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. september 2021 10:30 Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun