Hjólaði þvert yfir landið á minna en sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 22:01 Veðrið lék ekki við McElveen á ferð hans þvert yfir landið. Evan Ruderman Íþróttamaðurinn Payson McElveen hjólaði nýverið þvert yfir Ísland á innan við sólarhring. Hann er atvinnumaðurinn í fjallahjólreiðum og segir Ísland fallegasta land sem hann hafi komið til. McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda. Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda.
Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira