Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Snorri Másson skrifar 16. september 2021 12:41 Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP. Vísir/Sigurjón Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. „Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Rafíþróttir MeToo Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
„Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
Rafíþróttir MeToo Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira