Wall fetar í fótspor Harden og Westbrook | Leitar á ný mið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 23:30 Eftir aðeins hálft ár í herbúðum Houston Rockets mun John Wall leita á önnur mið. Michael Reaves/Getty Images John Wall hefur náð samkomulagi við forráðamenn Houston Rockets um að yfirgefa félagið þegar nægilega gott tilboð berst. Hann mun ekki leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti