Fór í heimildarleysi inn til konu sem sakaði hann um nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 14:13 Það var að morgni dags í maí 2020 sem karlmaðurinn ók sem leið á frá Akureyri og norður á Siglufjörð. Vísir/Egill Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa farið óboðinn inn á heimili á Siglufirði að morgni dags í maí fyrir rúmu ári. Á heimilinu bjó kona ásamt kærasta sínum og dóttur. Konan sakaði karlmanninn um að hafa ráðist á hana daginn á undan og reynt að nauðga henni. Fram kom við aðalmeðferð málsins að kærasti hennar hefði mætt til hans og þeir rætt málið kvöldið áður. Karlmaðurinn hefði ekki talið þá hafa náð að útkljá málið og því gert sér ferð frá Akureyri til Siglufjarðar til að hitta á kærustuparið. Dóttir þeirra kom til dyra og sagði karlmanninum að bíða á meðan hún athugaði með móður sína. Sú vildi ekkert við hann tala og bað dóttur sína um að segja gestinum að hún væri sofandi. Karlmaðurinn sagðist hafa heyrt á tal og ákveðið að ganga inn. Fór hann úr skónum, og gekk upp á aðra hæð þar sem kærastinn tók á móti honum. Meinaði hann honum för og vísaði veginn út. Sló hann karlmanninn í höfuðið á útleið. Kærði kærustuparið karlmanninn fyrir húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra leit til þess að karlmaðurinn hefði brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs og heimilis kæranda þegar hann kom þangað að morgni dags. Heimilisfólk hafi verið sofandi. Þar knúði hann dyra þar til þær voru opnaðar og hélt í heimildarleysi inn í húsið, neitaði að yfirgefa húsið og krafðist þess að tala við konuna sem honum hafi mátt vera ljóst að vildi ekki ræða við hann eins og aðdraganda málsins var háttað. Þótt skilorðsbundið 30 daga fangelsi hæfileg refsing en maðurinn á ekki sakaferil að baki. Fjallabyggð Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Á heimilinu bjó kona ásamt kærasta sínum og dóttur. Konan sakaði karlmanninn um að hafa ráðist á hana daginn á undan og reynt að nauðga henni. Fram kom við aðalmeðferð málsins að kærasti hennar hefði mætt til hans og þeir rætt málið kvöldið áður. Karlmaðurinn hefði ekki talið þá hafa náð að útkljá málið og því gert sér ferð frá Akureyri til Siglufjarðar til að hitta á kærustuparið. Dóttir þeirra kom til dyra og sagði karlmanninum að bíða á meðan hún athugaði með móður sína. Sú vildi ekkert við hann tala og bað dóttur sína um að segja gestinum að hún væri sofandi. Karlmaðurinn sagðist hafa heyrt á tal og ákveðið að ganga inn. Fór hann úr skónum, og gekk upp á aðra hæð þar sem kærastinn tók á móti honum. Meinaði hann honum för og vísaði veginn út. Sló hann karlmanninn í höfuðið á útleið. Kærði kærustuparið karlmanninn fyrir húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra leit til þess að karlmaðurinn hefði brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs og heimilis kæranda þegar hann kom þangað að morgni dags. Heimilisfólk hafi verið sofandi. Þar knúði hann dyra þar til þær voru opnaðar og hélt í heimildarleysi inn í húsið, neitaði að yfirgefa húsið og krafðist þess að tala við konuna sem honum hafi mátt vera ljóst að vildi ekki ræða við hann eins og aðdraganda málsins var háttað. Þótt skilorðsbundið 30 daga fangelsi hæfileg refsing en maðurinn á ekki sakaferil að baki.
Fjallabyggð Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira