Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2021 13:01 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF segir ánægjulegt að ferðamenn bæði dvelja lengur og eyða meiru en áður hér á landi. Vísir Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira