„Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“ Árni Múli Jónasson skrifar 15. september 2021 10:30 Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar