Hættur að styðja ríkisstjórnina ef það væri ekki svona stutt í kosningar Eiður Þór Árnason skrifar 14. september 2021 16:30 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eru ekki á eitt sammála í umhverfismálum. Samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur með að umhverfisráðherra friðlýsi svæði hægri vinstri á meðan þing er í fríi. Við aðrar kringumstæður væri hann hættur stuðningi við ríkisstjórnina. Þingmaðurinn gerði friðlýsingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar að umfjöllunarefni í Facebook-hópnum Örlítill grenjandi minnihluti á dögunum og hafnaði því með öllu að þær væru framkvæmdar með samþykki sjálfstæðismanna. Þar rifjar Jón upp grein frá því í maí í fyrra sem hann skrifaði í tengslum við friðlýsingu umhverfisráðherra á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. „Þar lýsi ég því yfir að haldi ráðherrann áfram uppteknum hætti, sem hann ætlaði að gera, muni ég og fleiri þingmenn flokksins hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Hann er síðan að nota tækifærið núna þegar komið er að kosningum og hótun mín hefur ekkert vægi,“ skrifar Jón í færslunni. Taki því ekki að hætta að styðja ríkisstjórnina skömmu fyrir kosningar Í umræddri grein gagnrýnir þingmaðurinn friðlýsinguna harðlega og fullyrðir að ráðherrann hafi ekki lagagrundvöll til þess að friðlýsa svæðið án aðkomu þingsins. Ljóst er að umhverfisráðherra hefur haldið uppteknum hætti þrátt fyrir hótanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Bara frá því í byrjun ágúst hefur Guðmundur stækkað friðlandið í Flatey og í Garðahrauni ásamt því að undirrita friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár og Tungnaár. Má þá skilja þetta sem svo að þú sért hættur að styðja ríkisstjórnina í dag? „Ég meina, það tekur því nú ekki úr því sem komið er, í sjálfu sér reynir ekkert á þetta ríkisstjórnarsamstarf núna. Þetta var sett fram á þeim tíma þegar [umhverfisráðherra] fékk fram friðlýsingu sem ég rek í greininni að ég tel ekki að lagastoð sé fyrir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Hann er síðan að nýta tækifærið núna á síðustu dögum þessa kjörtímabils til að leika svolítið sama leikinn og að sama skapi finnst mér það ekki standast lög.“ Gerir athugasemd við tímasetningu ráðherra Jón segir það mikið álitamál að ráðherrar séu að beita slíkum ákvæðum við þessar aðstæður. Jón telur fráleitt að þingið hafi afsalað valdi til umhverfisráðherra svo hann geti kveðið á um friðlýsingarmörk í stórum og veigamiklum málum „samkvæmt sínum geðþóttaákvörðunum.“ „Það er hreinlega kveðið á um það í lögunum í dag að þingið þurfi að fjalla um þessi friðlýsingarmörk þegar það fjallar um rammaáætlun og þetta er eitt af þeim atriðum sem hefur orðið til þess að við höfum ekki komist áfram með áætlunina,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur verið iðinn við kolann og undirritaði í lok ágúst friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár gegn orkuvinnslu.Stjórnarráðið „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að grípa inn í þetta núna þegar það skiptir engu máli hvort að það sé í sjálfu sér þingmeirihluti á bakvið þessa ríkisstjórn eða ekki,“ bætir Jón við. En ef við værum á öðrum stað á kjörtímabilinu og þing væri starfrækt, myndir þú þá hugsa þér hætta stuðningi við? — „Jájá, þá hefði ég ekki haldið því áfram. Það er alveg ljóst og ég hefði ekki verið einn í þingliði Sjálfstæðisflokkinn tel ég sem hefðu ekki getað stutt umhverfisráðherra áfram í þeirri vegferð sem um ræðir, það er alveg morgunljóst,“ segir Jón. Semsagt ef þetta væri fyrr á kjörtímabilinu, værir þú þá að tala fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið? „Ja, ég meina þessi grein mín bara stendur og í henni stendur það sem ég sagði og ég hef ekki breytt skoðun minni í því.“ Jón telur fleiri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vera þessarar sömu skoðunar. „Ég tel það já, því við vorum mörg sammála um það sem skoðuðum þetta að ráðherra væri þarna á einhverri vegferð sem stæðist ekki lagagrundvöll,“ bætir Jón við. Áframhaldandi stjórnarsamstarf kalli á áherslubreytingar Aðspurður um það hvort hann myndi styðja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar eftir komandi kosningar vísar Jón í orð Bjarna Benediktssonar. „Þar stendur bara það sem formaðurinn hefur sagt, við förum alveg opin inn í þessar kosningar gagnvart því með hvaða flokkum við störfum.“ „Þetta hefur svosem ekkert með það að gera en það er alveg ljóst að ef þetta ríkisstjórnarsamstarf á að vera áfram þá þarf að taka sérstaklega á þessum þætti í stjórnarsáttmálanum.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þingmaðurinn gerði friðlýsingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar að umfjöllunarefni í Facebook-hópnum Örlítill grenjandi minnihluti á dögunum og hafnaði því með öllu að þær væru framkvæmdar með samþykki sjálfstæðismanna. Þar rifjar Jón upp grein frá því í maí í fyrra sem hann skrifaði í tengslum við friðlýsingu umhverfisráðherra á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. „Þar lýsi ég því yfir að haldi ráðherrann áfram uppteknum hætti, sem hann ætlaði að gera, muni ég og fleiri þingmenn flokksins hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Hann er síðan að nota tækifærið núna þegar komið er að kosningum og hótun mín hefur ekkert vægi,“ skrifar Jón í færslunni. Taki því ekki að hætta að styðja ríkisstjórnina skömmu fyrir kosningar Í umræddri grein gagnrýnir þingmaðurinn friðlýsinguna harðlega og fullyrðir að ráðherrann hafi ekki lagagrundvöll til þess að friðlýsa svæðið án aðkomu þingsins. Ljóst er að umhverfisráðherra hefur haldið uppteknum hætti þrátt fyrir hótanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Bara frá því í byrjun ágúst hefur Guðmundur stækkað friðlandið í Flatey og í Garðahrauni ásamt því að undirrita friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár og Tungnaár. Má þá skilja þetta sem svo að þú sért hættur að styðja ríkisstjórnina í dag? „Ég meina, það tekur því nú ekki úr því sem komið er, í sjálfu sér reynir ekkert á þetta ríkisstjórnarsamstarf núna. Þetta var sett fram á þeim tíma þegar [umhverfisráðherra] fékk fram friðlýsingu sem ég rek í greininni að ég tel ekki að lagastoð sé fyrir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Hann er síðan að nýta tækifærið núna á síðustu dögum þessa kjörtímabils til að leika svolítið sama leikinn og að sama skapi finnst mér það ekki standast lög.“ Gerir athugasemd við tímasetningu ráðherra Jón segir það mikið álitamál að ráðherrar séu að beita slíkum ákvæðum við þessar aðstæður. Jón telur fráleitt að þingið hafi afsalað valdi til umhverfisráðherra svo hann geti kveðið á um friðlýsingarmörk í stórum og veigamiklum málum „samkvæmt sínum geðþóttaákvörðunum.“ „Það er hreinlega kveðið á um það í lögunum í dag að þingið þurfi að fjalla um þessi friðlýsingarmörk þegar það fjallar um rammaáætlun og þetta er eitt af þeim atriðum sem hefur orðið til þess að við höfum ekki komist áfram með áætlunina,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur verið iðinn við kolann og undirritaði í lok ágúst friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár gegn orkuvinnslu.Stjórnarráðið „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að grípa inn í þetta núna þegar það skiptir engu máli hvort að það sé í sjálfu sér þingmeirihluti á bakvið þessa ríkisstjórn eða ekki,“ bætir Jón við. En ef við værum á öðrum stað á kjörtímabilinu og þing væri starfrækt, myndir þú þá hugsa þér hætta stuðningi við? — „Jájá, þá hefði ég ekki haldið því áfram. Það er alveg ljóst og ég hefði ekki verið einn í þingliði Sjálfstæðisflokkinn tel ég sem hefðu ekki getað stutt umhverfisráðherra áfram í þeirri vegferð sem um ræðir, það er alveg morgunljóst,“ segir Jón. Semsagt ef þetta væri fyrr á kjörtímabilinu, værir þú þá að tala fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið? „Ja, ég meina þessi grein mín bara stendur og í henni stendur það sem ég sagði og ég hef ekki breytt skoðun minni í því.“ Jón telur fleiri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vera þessarar sömu skoðunar. „Ég tel það já, því við vorum mörg sammála um það sem skoðuðum þetta að ráðherra væri þarna á einhverri vegferð sem stæðist ekki lagagrundvöll,“ bætir Jón við. Áframhaldandi stjórnarsamstarf kalli á áherslubreytingar Aðspurður um það hvort hann myndi styðja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar eftir komandi kosningar vísar Jón í orð Bjarna Benediktssonar. „Þar stendur bara það sem formaðurinn hefur sagt, við förum alveg opin inn í þessar kosningar gagnvart því með hvaða flokkum við störfum.“ „Þetta hefur svosem ekkert með það að gera en það er alveg ljóst að ef þetta ríkisstjórnarsamstarf á að vera áfram þá þarf að taka sérstaklega á þessum þætti í stjórnarsáttmálanum.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira