Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. september 2021 15:21 Frá Ameríkuströndinni á Tenerife. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni. Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni.
Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14
Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09