Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. september 2021 15:21 Frá Ameríkuströndinni á Tenerife. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni. Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan 16:00 á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Í samtali við Vísi segir ein kvennanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að þær hefðu verið að skoða matseðilinn þegar toppurinn hrundi á þær fyrirvaralaust. Þær hafi allar lent undir trjátoppnum. Tvær þeirra séu alvarlega slasaðar en hinar með minniháttar áverka. Þær sem slösuðust meira fóru báðar í aðgerð í nótt og eru nú á gjörgæsludeild. Eiginmaður einnar þeirra sem slasaðist minna sagði Vísi í morgun að fjölskyldur þeirra væru væntanlegar til Tenerife. Þær þrjár sem slösuðust minna væru á leið heim til Íslands annað kvöld. Í tístinu frá slökkviliði Tenerife hér fyrir neðan má sjá slökkviliðsbíl á vettvangi slyssins við Francisco Andrade Fumero-götu á sunnudag. Un operativo de #BomberosTF de San Miguel y Voluntarios de Adeje colaboraron con el #SUC en la atención sanitaria de varias personas que recibieron el impacto de un trozo de palmera que cayó en Avda Rafael Puig Lluvina (Las Verónicas). No estaban atrapadas. @112canarias pic.twitter.com/X7UrBYH6Ty— Bomberos de Tenerife (@BomberosTf) September 12, 2021 Á upplýsingasíðu yfirvalda á Kanaríeyjum kemur fram að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi konurnar ekki verið fastar undir trénu. Eiginmaðurinn sagði Vísi í morgun að þrír Íslendingar hafi komið konunum til bjargar og náð að lyfta trjáhlutanum af þeim. Sú sem slasaðist mest var sögð 47 ára gömul og með alvarlega fjöláverka. Önnur 45 ára gömul var mikið marin en ekki talin alvarlega slösuð og sú þriðja, 47 ára gömul, var marin á andliti og með áverka á mjóhrygg en annars ekki talin mikið slösuð. Konan sem Vísir ræddi við sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún telur að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Á mynd sem birtist í staðarmiðlinum Diario de Avisos virðist stofn pálmatrésins hafa gefið sig rétt undir laufkrónunni.
Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14
Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09