Í dag mættu þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Hanna Katrín Friðriksson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í sama kjördæmi í Pallborðið á Vísi.
Áherslur þessarra þriggja flokka eru um margt ólíkar en þeir eru þó sammála um að bæta verði kjör þeirra verst stöddu í samfélaginu. Þegar kemur til dæmis að efnahags- og utanríkismálum skilur hins vegar á milli flokkanna.
Inga Sæland berst fyrir lífi hreyfingar sinnar og kæmist sjálf ekki á þing samkvæmt nýjustu Maskínukönnuninni fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Vinstri græn tapa miklu fylgi og fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum.
Viðreisn bætir stöðu sína frá síðustu kosningum og fengi þingmenn í fimm kjördæmum í stað tveggja í síðustu kosningu. Flokkurinn næði þó ekki þingmanni í Norðvesturkjördæmi.