Starfsfólkið vinnur þvert á deildir bankans og starfar bæði í útibúum og á skrifstofu. Stjórnendur greindu starfsmönnum frá aðgerðunum í morgun sem eru sagðar liður í áframhaldandi hagræðingu í rekstri Íslandsbanka.
Þetta staðfestir Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri bankans, í samtali við Vísi.
„Það eru engar sérstakar frekari aðgerðir fyrirhugaðar en það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins.“
Fyrr á þessu ári var greint frá því að tólf starfsmönnum Íslandsbanka hafi verið sagt upp í mars.