Bayern mætir á Camp Nou | Sárin eftir 8-2 leikinn ekki enn gróin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 07:01 Tekst Börsungum að hefna fyrir tapið frá 14. ágúst 2020? Rafael Marchante/Getty Images Meistaradeild Evrópu karla megin rúllar af stað í kvöld. Stærsti leikur kvöldsins er án efa viðureign Barcelona og Bayern München. Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira