Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2021 15:10 Murat neitar sök og segist ekki enn trúa því að Armando sé látinn. vísir „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando. Claudia er ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið vita þegar þær yrðu hreyfðar kvöldið sem Armando var myrtur. Murat neitar sök og segist ekki enn trúa því að Armando sé látinn. „Armando var ein af fyrstu manneskjunum sem ég kynntist á Íslandi,“ sagði Murat. Þeir kynntust í byggingarvinnu og unnu saman hjá öryggisfyrirtæki. Hafi boðið hvor öðrum í mat „Hann var góður vinur og ég góður vinur til baka. Við byrjum að vera meira saman, við byrjum að hanga. Ég var að bjóða honum heima í matarboð. Ég var heima hjá honum með konunni minni. Við vorum mjög nánir saman. Ég treysti honum og hann treysti mér með allt saman. Ég get ekki ennþá trúað að hann sé ekki lifandi,“ sagði Murat. Þau þrjú sem eru ákærð auk Angjelin Sterkaj.Vísir Málið sé Murat afar þungbært því hann sé undir sök. „Það er mjög erfitt. Ég var að hjálpa honum mjög mikið. Ég var að vinna, gamla húsinu hans og nýja húsinu. Hann hjálpaði mér oft til baka. Það hefur aldrei gerst vandamál milli mín og Armando. Við vorum bara vinir,“ sagði Murat. Heyrði af andlátinu á Landspítalanum Angjelin kynntist Murat í byggingarvinnu en þeir voru ekki eins nánir vinir. Hann sagðist ekki hafa vitað af deilum á milli Angjelin og Armando. Hann taldi að deilur væru á milli aðila sem þekktu Angjelin og Armando, en ekki þeirra tveggja persónulega. „Ég heyrði þetta bara á Landspítalanum. Ég vissi ekkert fyrr en ég frétti að Armando hefði verið myrtur,“ sagði Murat. Angjelin Sterkaj þegar hann mætti í dómssal í morgun. Hann sætir gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði.Vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Murat hvort það væri virkilega satt? Hún rifjaði upp að á fimmtudeginum fyrir morðið hefði átt sér stað samtal milli Angjelin og Armando þar sem hótanir hefðu gengið á báða bóga. Hún benti Murat á að Angjelin hefði hringt í hann eftir samtalið við Armando. Murat sagðist ekki hafa tekið því símtali alvarlega, hann hefði einfaldlega hlegið og sagt „ok ok“. „Ég hugsaði með mér að hann væri undir áhrifum fíkniefna, þess vegna var ég ekki að spá í þetta.“ Sagðist aðeins hafa hitt Shpetim til að ræða múrverk Kolbrúnu fannst sömuleiðis tortryggilegt að Murat myndi ekki eftir því að hafa hitt Angjelin kvöldið örlagaríka. Verjandi Murat benti á að Angjelin hefði sjálfur sagt við skýrslutökuna að hann hefði talað við Murat að hámarki í fjórar til fimm mínútur og þeir hefðu ekki rætt morðið. „Getur verið að það sé ástæðan fyrir því að þú manst ekki eftir þessu sé sú að þið rædduð ekkert eftirminnilegt þetta kvöld?“ spurði verjandinn Murat. Murat svaraði að hann hefði ekkert hugsað út í samtalið við Angjelin. „Það var ekkert sérstakt sem við vorum að ræða.“ Verjendur ákærðu við upphaf þinghaldsins í morgun. Þrjú ákærðu, að frátöldum Angjelin, má sjá fyrir aftan lögmennina.Vísir Stór hluti af skýrslutökunni yfir Murat fór í að spyrja hann hvers vegna hann hefði annaðhvort umgengist ákærðu Claudiu, sem er ákærð fyrir að fylgjast með bílum Armando, eða Shpetim Qerimi, sem er ákærður fyrir að aka Angjelin í Rauðagerði kvöldið sem Armando var skotinn til bana. Murat sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði hitt Shpetim þetta kvöld hafi verið til að ræða við hann múrverk í Borgargerði, en þeir höfðu oft rætt saman. Var hann þráspurður út í hvort og hvernig hann tengdist málinu en hann sagðist enga vitneskju hafa haft um aðdraganda þess að Armando vinur hans var myrtur. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando. Claudia er ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið vita þegar þær yrðu hreyfðar kvöldið sem Armando var myrtur. Murat neitar sök og segist ekki enn trúa því að Armando sé látinn. „Armando var ein af fyrstu manneskjunum sem ég kynntist á Íslandi,“ sagði Murat. Þeir kynntust í byggingarvinnu og unnu saman hjá öryggisfyrirtæki. Hafi boðið hvor öðrum í mat „Hann var góður vinur og ég góður vinur til baka. Við byrjum að vera meira saman, við byrjum að hanga. Ég var að bjóða honum heima í matarboð. Ég var heima hjá honum með konunni minni. Við vorum mjög nánir saman. Ég treysti honum og hann treysti mér með allt saman. Ég get ekki ennþá trúað að hann sé ekki lifandi,“ sagði Murat. Þau þrjú sem eru ákærð auk Angjelin Sterkaj.Vísir Málið sé Murat afar þungbært því hann sé undir sök. „Það er mjög erfitt. Ég var að hjálpa honum mjög mikið. Ég var að vinna, gamla húsinu hans og nýja húsinu. Hann hjálpaði mér oft til baka. Það hefur aldrei gerst vandamál milli mín og Armando. Við vorum bara vinir,“ sagði Murat. Heyrði af andlátinu á Landspítalanum Angjelin kynntist Murat í byggingarvinnu en þeir voru ekki eins nánir vinir. Hann sagðist ekki hafa vitað af deilum á milli Angjelin og Armando. Hann taldi að deilur væru á milli aðila sem þekktu Angjelin og Armando, en ekki þeirra tveggja persónulega. „Ég heyrði þetta bara á Landspítalanum. Ég vissi ekkert fyrr en ég frétti að Armando hefði verið myrtur,“ sagði Murat. Angjelin Sterkaj þegar hann mætti í dómssal í morgun. Hann sætir gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði.Vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Murat hvort það væri virkilega satt? Hún rifjaði upp að á fimmtudeginum fyrir morðið hefði átt sér stað samtal milli Angjelin og Armando þar sem hótanir hefðu gengið á báða bóga. Hún benti Murat á að Angjelin hefði hringt í hann eftir samtalið við Armando. Murat sagðist ekki hafa tekið því símtali alvarlega, hann hefði einfaldlega hlegið og sagt „ok ok“. „Ég hugsaði með mér að hann væri undir áhrifum fíkniefna, þess vegna var ég ekki að spá í þetta.“ Sagðist aðeins hafa hitt Shpetim til að ræða múrverk Kolbrúnu fannst sömuleiðis tortryggilegt að Murat myndi ekki eftir því að hafa hitt Angjelin kvöldið örlagaríka. Verjandi Murat benti á að Angjelin hefði sjálfur sagt við skýrslutökuna að hann hefði talað við Murat að hámarki í fjórar til fimm mínútur og þeir hefðu ekki rætt morðið. „Getur verið að það sé ástæðan fyrir því að þú manst ekki eftir þessu sé sú að þið rædduð ekkert eftirminnilegt þetta kvöld?“ spurði verjandinn Murat. Murat svaraði að hann hefði ekkert hugsað út í samtalið við Angjelin. „Það var ekkert sérstakt sem við vorum að ræða.“ Verjendur ákærðu við upphaf þinghaldsins í morgun. Þrjú ákærðu, að frátöldum Angjelin, má sjá fyrir aftan lögmennina.Vísir Stór hluti af skýrslutökunni yfir Murat fór í að spyrja hann hvers vegna hann hefði annaðhvort umgengist ákærðu Claudiu, sem er ákærð fyrir að fylgjast með bílum Armando, eða Shpetim Qerimi, sem er ákærður fyrir að aka Angjelin í Rauðagerði kvöldið sem Armando var skotinn til bana. Murat sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði hitt Shpetim þetta kvöld hafi verið til að ræða við hann múrverk í Borgargerði, en þeir höfðu oft rætt saman. Var hann þráspurður út í hvort og hvernig hann tengdist málinu en hann sagðist enga vitneskju hafa haft um aðdraganda þess að Armando vinur hans var myrtur.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34