Bráðabani réði úrslitum í fyrsta skipti í sögu Kviss Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Lið Hamars og Dalvíkur mættust í öðrum þætti af spurningaþættinum Kviss síðasta laugardag, Hlaðvarpsstjórnendurnir og kærustuparið Tinna BK og Gói Sportrönd kepptu fyrir hönd Hamars og söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt kepptu fyrir hönd Dalvíkur. Annar þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Hamar og Dalvík í 16-liða úrslitum. Úr varð æsispennandi viðureign sem endaði í bráðabana í fyrsta skipti í sögu Kviss, þar sem annað liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH. Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH.
Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29
Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01