Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 19:11 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Vísir Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“ Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“
Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48