Ef nóg er til, hvers vegna svelta öryrkjar þá? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 11. september 2021 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun