Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 14:24 Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili verður skorið niður vegna riðu. Vísir/Vilhelm Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“ Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“
Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira