Fyrsta tap Tottenham í deildinni staðreynd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 13:30 Patrick Vieira vann sinn fyrsta sigur sem stjóri Crystal Palace EPA-EFE/ANDY RAIN Crystal Palace vann rétt í þessu góðan sigur á taplausu Tottenham liði á heimavelli, 3-0. Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira
Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira