20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Þorgils Jónsson skrifar 11. september 2021 06:01 Frelsisstyttan stendur keik sem fyrr á meðan reykjarkóf liggur yfir New York. Tvíburaturnarnir við World Trade Center hrundu til grunna eftir að farþegaþotum var flogið á þá fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. Um 3.000 létust í árásunum, en afleiðingar þeirra og þess sem koma skyldi endurómar enn um heimsbyggðina. Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. Nærstaddir hrukku í kút þegar fyrri vélin skall á norðurturninum klukkan 8:45 og allt leit út fyrir að þarna hefði verið um hræðilegt slys að ræða. Átján mínútum síðar skall svo önnur þota á suðurturninum og klukkan 9:45 lenti sú þriðja á Pentagon, húsi varnarmálaráðuneytisins í Washington. Heimsbyggðinni varð ljóst að þarna hefði verið um hryðjuverk að ræða og eftirköst þeirra hafa haft bein eða óbein áhrif á nær hvert mannsbarn síðan. Flestar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna voru þegar búnar að beina vélum að Tvíburaturnunum á Manhattan eftir fyrri áreksturinn, þannig að milljónir manna sáu í beinni útsendingu þegar seinni vélin hitt beint á suðurturninn á rúmlega 900 km hraða á klukkustund. Nítján menn – Fjögur teymi – Táknræn skotmörk Fyrr um morguninn héldu 19 ungir menn – flestir Sádi-Arabar, en tveir frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, einn frá Líbanon og einn frá Egyptalandi – af stað í sína hinstu ferð. Þeir voru allir á þrítugsaldri fyrir utan Egyptann Mohamed Atta, sem er talinn hafa verið höfuðpaur hópsins, en hann var 33ja ára. Mennirnir, sem voru á vegum hryðjuverkasamtaka Osama Bin Ladens, Al Qaeda, fóru um borð í fjórar farþegaþotur sem voru á leið frá austurströndinni til vesturstrandarinnar, fullar af eldsneyti fyrir langflugið. Í hverjum hópi var einn meðlimur sem hafði lagt stund á flugnám og þrír eða fjórir sem áttu að sjá um að yfirbuga áhafnarmeðlimi og ógna farþegum. Mohamed Atta er talinn hafa verið höfuðpaurinn í 19 manna hópi hryðjuverkamanna á vegum Al-Qaeda, sem komu til Bandaríkjanna. Hann var Egypti sem fór ungur til náms í Þýskalandi þar sem hann gekkst öfgahópum á hönd. Hann hélt á fund Osama Bin Ladens í Afganistan þar sem hann var fenginn ásamt öðrum til að taka að sér að ræna farþegaflugvélum og fljúga þeim á skotmörk í Bandaríkjunum. Takmark Al-Qaeda var að koma höggi á Bandaríkin, vegna afskipta þeirra af málefnum Mið-Austurlanda. Tvíburaturnarnir við World Trade Center voru talin táknræn skotmörk fyrir efnahaglega stöðu Bandaríkjanna á heimsvettvangi, Pentagon-byggingin er táknmynd herafla Bandaríkjanna, og ef svo var að flug 93 hafi stefnt á þinghúsið á Capitol Hill, eða jafnvel sjálft Hvíta húsið, þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem það hefði haft. Fimm voru í flugi 11, Boeing 767 flugvél American Airlines sem lagði af stað frá Logan flugvelli í Boston klukkan 7:59. Um borð voru 81 farþegi og 11 í áhöfn. Fimm voru um borð í flugi 175, Boeing 767 flugvél United Airlines sem lagði einnig af stað frá Logan 15 mínútum síðar. Um borð voru 56 farþegar og 9 í áhöfn. Fimm voru um borð í flugi 77, Boeing 757 flugvél American Airlines sem lagði af stað frá Dulles flugvelli í Washington klukkan 8:20. Fjórir voru um borð í flugi 93, Boeing 757 flugvél United Airlines, sem lagði af stað frá Newark í New Jersey klukkan 8:42. Hryðjuverkamennirnir höfðu verið mislengi í Bandaríkjunum fyrir þennan dag. Tveir komu til Kaliforníu í janúar árið áður, þrír í viðbót komu til Flórída um mitt ár og hófu flugþjálfun og svo kom fjórði „flugmaðurinn“ til San Diego undir lok árs. Hinir hryðjuverkamennirnir komu svo hver á fætur öðrum fram undir mitt ár. Ekki er talið víst að aðrir en flugmennirnir hafi vitað að um sjálfsmorðsárás væri að ræða. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því fyrir tuttugu árum síðan. Vopnaðir dúkahnífum og piparúða Skömmu eftir flugtak í öllum vélunum stigu hryðjuverkamennirnir úr sætum sínum og tóku völdin í vélunum. Þeir voru vopnaðir piparúða og dúkahnífum sem ekki höfðu komið í ljós við vopnaleit fyrir brottför. Þeir fluglærðu í hópunum tóku stjórnina og settu stefnuna á fyrirfram ákveðin skotmörk. Flug 11 stefndi á norðurturn WTC, flug 175 á suðurturninn og flug 77 á Pentagon. Flugvélarnar fjórar tóku sig á loft frá Boston, Newark og Washington en var fljótlega snúið í átt að skotmörkunum. Flug 93 brotlenti í Pennsylvaníu, en að öllum líkindum hafa farþegarnir yfirbugað flugræningjana og komið í veg fyrir að vélin myndi hafna á tilætluðu skotmarki, sennilega þinghúsinu eða Hvíta húsinu. Svo fór sem fór. Fyrstu þrjár vélarnar hittu á skotmörk sín. Á klukkutíma breyttist allt. Flug 11 steyptist á norðurturninn á um 800 km hraða á klukkustund, fulllestuð af eldsneyti. Og svo hinar stuttu síðar. Vegfarendur horfa á reykinn stíga frá Tvíburaturnunum. Talið er að flug 93 hafi átt að steypast á þinghúsið í Washington, Capitol, en ekki kom til þess. Líklegast hafa farþegarnir látið til skarar skríða gegn flugræningjunum og flugvélin hrapaði til jarðar um klukkan 10, í Pennsylvaníu eftir að hafa stefnt í áttina að Washington. Suðurturn WTC hrundi til grunna um sama leyti, tæpum klukkutíma eftir að flug 175 skall á hann, á um 950 km hraða á klukkustund. Norðurturninn hrundi hálftíma síðar, og 75 hæða bygging við hliðina, WTC 7 hrundi síðdegis þennan sama dag, sökum elda sem kviknuðu í húsinu eftir að tvíburaturnarnir hrundu. Um 3.000 í valnum Talið er að 2.751 hafi látið lífið í árásunum hinn 11. september 2001, en á næstu mánuðum og árum bætti í þann hóp, m.a. vegna meiðsla og veikinda sem hlutust af ryki og mengun sem lagðist yfir Manhattan þegar turnarnir féllu. Síðustu tölur yfir þau sem fórust er nú um 3.000, af 93 þjóðernum. Allir 265 sem voru um borð í flugvélunum fjórum, 2.606 í Tvíburaturnunum og nágrenni og 125 í Pentagon. Auk þess slösuðust 6.000 manns, en 20 manns björguðust fyrir mikla mildi úr rústum turnanna. Rústir Tvíburaturnanna blasa hér við. Enn þann dag í dag stendur yfir vinna við að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust í rústunum. Ekki hafa fundist neinar líkamsleifar af 1.106 af þeim sem voru úrskurðaðir látnir í WTC hinn 11. september, samkvæmt nýlegri frétt AP. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr, en talið er að á milli 16.000 til 18.000 manns hafi verið í turnunum þegar flugvélarnar skullu á þeim. Hundruð viðbragðsaðila, slökkviliðs- og lögreglufólks, lét lífið við skyldustörf. Fljótlega beindist grunur að því að al-Qaeda stæði á bak við árásirnar. Mohammed Atta og nokkrir aðrir úr hópi flugræningjanna nítján höfðu staðfest tengsl við samtök Bin Ladens, sem héldu til í Afganistan, undir hlífiskildi Talibana. Nánar verður fjallað um eftirmála árásanna á Vísi síðar í dag, en herleiðangrar Bandaríkjastjórnar árin eftir og barátta við öfgahópa í Afganistan og Írak, hafa valdið almenningi í Mið-Austurlöndum ómældum hörmungum sem ekki sér enn fyrir endann á. Uppleggið að aðgerðunum eftir 11. september, hinu svokallaða „Stríði gegn hryðjuverkum“, var að gera heiminn að öruggari stað með því að sigrast á hryðjuverkahópum. Nú, 20 árum síðar, væri giska erfitt að reyna að halda því fram að það tilætlunarverk hafi borið árangur. Í dag munu íbúar New York hins vegar líta sér nær, einblína á minningu þeirra sem létust, lífsvilja þeirra sem komust af og hetjudáðir þeirra sem skunduðu æðrulaus á vettvang til að koma samborgurum sínum til hjálpar. Nánar verður fjallað um þessi tímamót á Vísi í dag. Fylgist með. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. 4. september 2021 23:21 Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Nærstaddir hrukku í kút þegar fyrri vélin skall á norðurturninum klukkan 8:45 og allt leit út fyrir að þarna hefði verið um hræðilegt slys að ræða. Átján mínútum síðar skall svo önnur þota á suðurturninum og klukkan 9:45 lenti sú þriðja á Pentagon, húsi varnarmálaráðuneytisins í Washington. Heimsbyggðinni varð ljóst að þarna hefði verið um hryðjuverk að ræða og eftirköst þeirra hafa haft bein eða óbein áhrif á nær hvert mannsbarn síðan. Flestar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna voru þegar búnar að beina vélum að Tvíburaturnunum á Manhattan eftir fyrri áreksturinn, þannig að milljónir manna sáu í beinni útsendingu þegar seinni vélin hitt beint á suðurturninn á rúmlega 900 km hraða á klukkustund. Nítján menn – Fjögur teymi – Táknræn skotmörk Fyrr um morguninn héldu 19 ungir menn – flestir Sádi-Arabar, en tveir frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, einn frá Líbanon og einn frá Egyptalandi – af stað í sína hinstu ferð. Þeir voru allir á þrítugsaldri fyrir utan Egyptann Mohamed Atta, sem er talinn hafa verið höfuðpaur hópsins, en hann var 33ja ára. Mennirnir, sem voru á vegum hryðjuverkasamtaka Osama Bin Ladens, Al Qaeda, fóru um borð í fjórar farþegaþotur sem voru á leið frá austurströndinni til vesturstrandarinnar, fullar af eldsneyti fyrir langflugið. Í hverjum hópi var einn meðlimur sem hafði lagt stund á flugnám og þrír eða fjórir sem áttu að sjá um að yfirbuga áhafnarmeðlimi og ógna farþegum. Mohamed Atta er talinn hafa verið höfuðpaurinn í 19 manna hópi hryðjuverkamanna á vegum Al-Qaeda, sem komu til Bandaríkjanna. Hann var Egypti sem fór ungur til náms í Þýskalandi þar sem hann gekkst öfgahópum á hönd. Hann hélt á fund Osama Bin Ladens í Afganistan þar sem hann var fenginn ásamt öðrum til að taka að sér að ræna farþegaflugvélum og fljúga þeim á skotmörk í Bandaríkjunum. Takmark Al-Qaeda var að koma höggi á Bandaríkin, vegna afskipta þeirra af málefnum Mið-Austurlanda. Tvíburaturnarnir við World Trade Center voru talin táknræn skotmörk fyrir efnahaglega stöðu Bandaríkjanna á heimsvettvangi, Pentagon-byggingin er táknmynd herafla Bandaríkjanna, og ef svo var að flug 93 hafi stefnt á þinghúsið á Capitol Hill, eða jafnvel sjálft Hvíta húsið, þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem það hefði haft. Fimm voru í flugi 11, Boeing 767 flugvél American Airlines sem lagði af stað frá Logan flugvelli í Boston klukkan 7:59. Um borð voru 81 farþegi og 11 í áhöfn. Fimm voru um borð í flugi 175, Boeing 767 flugvél United Airlines sem lagði einnig af stað frá Logan 15 mínútum síðar. Um borð voru 56 farþegar og 9 í áhöfn. Fimm voru um borð í flugi 77, Boeing 757 flugvél American Airlines sem lagði af stað frá Dulles flugvelli í Washington klukkan 8:20. Fjórir voru um borð í flugi 93, Boeing 757 flugvél United Airlines, sem lagði af stað frá Newark í New Jersey klukkan 8:42. Hryðjuverkamennirnir höfðu verið mislengi í Bandaríkjunum fyrir þennan dag. Tveir komu til Kaliforníu í janúar árið áður, þrír í viðbót komu til Flórída um mitt ár og hófu flugþjálfun og svo kom fjórði „flugmaðurinn“ til San Diego undir lok árs. Hinir hryðjuverkamennirnir komu svo hver á fætur öðrum fram undir mitt ár. Ekki er talið víst að aðrir en flugmennirnir hafi vitað að um sjálfsmorðsárás væri að ræða. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því fyrir tuttugu árum síðan. Vopnaðir dúkahnífum og piparúða Skömmu eftir flugtak í öllum vélunum stigu hryðjuverkamennirnir úr sætum sínum og tóku völdin í vélunum. Þeir voru vopnaðir piparúða og dúkahnífum sem ekki höfðu komið í ljós við vopnaleit fyrir brottför. Þeir fluglærðu í hópunum tóku stjórnina og settu stefnuna á fyrirfram ákveðin skotmörk. Flug 11 stefndi á norðurturn WTC, flug 175 á suðurturninn og flug 77 á Pentagon. Flugvélarnar fjórar tóku sig á loft frá Boston, Newark og Washington en var fljótlega snúið í átt að skotmörkunum. Flug 93 brotlenti í Pennsylvaníu, en að öllum líkindum hafa farþegarnir yfirbugað flugræningjana og komið í veg fyrir að vélin myndi hafna á tilætluðu skotmarki, sennilega þinghúsinu eða Hvíta húsinu. Svo fór sem fór. Fyrstu þrjár vélarnar hittu á skotmörk sín. Á klukkutíma breyttist allt. Flug 11 steyptist á norðurturninn á um 800 km hraða á klukkustund, fulllestuð af eldsneyti. Og svo hinar stuttu síðar. Vegfarendur horfa á reykinn stíga frá Tvíburaturnunum. Talið er að flug 93 hafi átt að steypast á þinghúsið í Washington, Capitol, en ekki kom til þess. Líklegast hafa farþegarnir látið til skarar skríða gegn flugræningjunum og flugvélin hrapaði til jarðar um klukkan 10, í Pennsylvaníu eftir að hafa stefnt í áttina að Washington. Suðurturn WTC hrundi til grunna um sama leyti, tæpum klukkutíma eftir að flug 175 skall á hann, á um 950 km hraða á klukkustund. Norðurturninn hrundi hálftíma síðar, og 75 hæða bygging við hliðina, WTC 7 hrundi síðdegis þennan sama dag, sökum elda sem kviknuðu í húsinu eftir að tvíburaturnarnir hrundu. Um 3.000 í valnum Talið er að 2.751 hafi látið lífið í árásunum hinn 11. september 2001, en á næstu mánuðum og árum bætti í þann hóp, m.a. vegna meiðsla og veikinda sem hlutust af ryki og mengun sem lagðist yfir Manhattan þegar turnarnir féllu. Síðustu tölur yfir þau sem fórust er nú um 3.000, af 93 þjóðernum. Allir 265 sem voru um borð í flugvélunum fjórum, 2.606 í Tvíburaturnunum og nágrenni og 125 í Pentagon. Auk þess slösuðust 6.000 manns, en 20 manns björguðust fyrir mikla mildi úr rústum turnanna. Rústir Tvíburaturnanna blasa hér við. Enn þann dag í dag stendur yfir vinna við að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust í rústunum. Ekki hafa fundist neinar líkamsleifar af 1.106 af þeim sem voru úrskurðaðir látnir í WTC hinn 11. september, samkvæmt nýlegri frétt AP. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr, en talið er að á milli 16.000 til 18.000 manns hafi verið í turnunum þegar flugvélarnar skullu á þeim. Hundruð viðbragðsaðila, slökkviliðs- og lögreglufólks, lét lífið við skyldustörf. Fljótlega beindist grunur að því að al-Qaeda stæði á bak við árásirnar. Mohammed Atta og nokkrir aðrir úr hópi flugræningjanna nítján höfðu staðfest tengsl við samtök Bin Ladens, sem héldu til í Afganistan, undir hlífiskildi Talibana. Nánar verður fjallað um eftirmála árásanna á Vísi síðar í dag, en herleiðangrar Bandaríkjastjórnar árin eftir og barátta við öfgahópa í Afganistan og Írak, hafa valdið almenningi í Mið-Austurlöndum ómældum hörmungum sem ekki sér enn fyrir endann á. Uppleggið að aðgerðunum eftir 11. september, hinu svokallaða „Stríði gegn hryðjuverkum“, var að gera heiminn að öruggari stað með því að sigrast á hryðjuverkahópum. Nú, 20 árum síðar, væri giska erfitt að reyna að halda því fram að það tilætlunarverk hafi borið árangur. Í dag munu íbúar New York hins vegar líta sér nær, einblína á minningu þeirra sem létust, lífsvilja þeirra sem komust af og hetjudáðir þeirra sem skunduðu æðrulaus á vettvang til að koma samborgurum sínum til hjálpar. Nánar verður fjallað um þessi tímamót á Vísi í dag. Fylgist með.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. 4. september 2021 23:21 Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. 4. september 2021 23:21
Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. 5. september 2021 07:45