MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 23:31 Dómari í málinu skoðar hluta af vélinni sem settur var saman vegna rannsóknar á því hvað gerðist þegar MH17 var skotin niður. Vitaly Chugin/TASS Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23