Innlent

Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íbúðin er illa farin.
Íbúðin er illa farin. Vísir/ArnarHalldórs

„Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum.

Íbúi á efri hæð hússins hafði þurft að skreppa heim til sín úr vinnu og við blasti mikill reykur sem lagði út um glugga í kjallaraíbúð hússins.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hringdi nágranninn strax á Neyðarlínuna og byrjaði svo að banka á dyrnar í kjallaranum. Þá rumskaði þar kona sem kom til dyra.

Hún var flutt á sjúkrahús með reykeitrun en er ekki talin í lífshættu.

Eldurinn virðist hafa komið upp í eldhúsi íbúðarinnar en þó ekki dæmigerður eldavélabruni eða slíkt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

Íbúðin er illa farin en reykræsting stendur yfir í Þingholtunum.

Þessi stóll fór illa í brunanum.Vísir/ArnarHalldórs
Slökkviliðsmenn ráða ráðum sínum.Vísir/ArnarHalldórs
Frá vettvangi upp úr klukkan 14 í dag.Vísir/ArnarHalldórs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×