Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 14:22 Davíð Helgason hyggst nýta auðæfi sín í að fjárfesta í loftslagslausnum. Aðsend Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14