Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2021 11:30 Valur vann viðureign liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig. Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira