Oddvitaáskorunin: Prjónaði „óhóflega mikið í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Fjóla Hrund Björnsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég heiti Fjóla Hrund Björnsdóttir, er fædd og uppalin á Hellu í Rangárþingi, er núna búsett í Reykjavík með sambýlismani mínum og ketti. Ég hef unnið síðustu ár sem framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.“ „Miðflokkurinn kynnti fyrir stuttu 10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina, sem ég hvet alla til að kynna sér fyrir komandi kosningar.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Fjóla Hrund Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það koma margir til greina, sérstaklega á Suðurlandinu, ef ég þyrfti að velja einn, þá verð ég að segja Jökulsárlón. Hvað færðu þér í bragðaref? Í þau fáu skipti sem ég fæ mér bragðref, þá er það yfirleitt eitthvað mjög einfalt eins og t.d. mars, hlaup og jafnvel þristur. Uppáhalds bók? Fyrsta bókin sem mér dettur í hug er bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Annars las ég útlendinginn eftir Camus um daginn, hún kom á óvart, ég ætli ég lesi hana ekki fljótlega aftur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? ( skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er rosaleg þegar kemur að væmnum lögum, því verð ég að segja James Arthur – Say you won´t let go. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Hellu í Rangárþingi þar sem ég ólst upp. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég dró upp prjónana eftir langa pásu og prjónaði óhóflega mikið. Ég las einnig og hlustaði mikið á bækur, fór í fjallgöngur og lærði að baka úr súr. Fjóla segist hafa prjónað óhóflega mikið í Covid. Hvað tekur þú í bekk? Má ekki segja pass við einni spurningu? Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Um leið og ég vakna og sleppi yfirleitt morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig dreymdi um að vera flugliði í nokkur ár, sem ég varð svo á endanum það var ótrúlega skemmtilegt starf. Því er það flugliði eða eitthvað tengt stjórnmálum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég held að ég myndi halda því fyrir mig. Uppáhalds tónlistarmaður? GDRN. Fjóla Hrund í fjallgöngu. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru tveir tómatar … Ein sterkasta minningin úr æsku? Líklega þegar amma og afi pössuðu okkur systkinin i æsku, þá fékk enginn að sofa út, amma vakti húsið með píanóglamri eldsnemma, okkur öllum til mikillar gleði, sérstaklega kettinum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Í íslenskri pólitík þá er það Sigmundur Davíð. Besta íslenska Eurovision-lagið? Tell me með Einari Ágústi og Telmu, ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju það lag vann ekki. Besta frí sem þú hefur farið í? Siðasta útlandaferðin sem ég fór í 2019 var mjög góð, þar sem ég heimsótti fallegar borgir á Spáni, borðaði góðan mat og náði að slaka vel á. Uppáhalds þynnkumatur? Kjúklingasalat. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Vera Dögg, hún gat ekkert sagt …“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var voðalega lítið rebel í framhaldsskóla. Eina uppátækið var á mínu lokaári þegar ég reyndi að komast á sóðalista skólans með því að vera inni á útiskóm. Það gekk ekki betur en svo að ég fékk fullt af áminningum en komst aldrei á sóðalistann. Rómantískasta uppátækið? Ég læt aðra um rómantíkina. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Miðflokkurinn Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira
Fjóla Hrund Björnsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég heiti Fjóla Hrund Björnsdóttir, er fædd og uppalin á Hellu í Rangárþingi, er núna búsett í Reykjavík með sambýlismani mínum og ketti. Ég hef unnið síðustu ár sem framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.“ „Miðflokkurinn kynnti fyrir stuttu 10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina, sem ég hvet alla til að kynna sér fyrir komandi kosningar.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Fjóla Hrund Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það koma margir til greina, sérstaklega á Suðurlandinu, ef ég þyrfti að velja einn, þá verð ég að segja Jökulsárlón. Hvað færðu þér í bragðaref? Í þau fáu skipti sem ég fæ mér bragðref, þá er það yfirleitt eitthvað mjög einfalt eins og t.d. mars, hlaup og jafnvel þristur. Uppáhalds bók? Fyrsta bókin sem mér dettur í hug er bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Annars las ég útlendinginn eftir Camus um daginn, hún kom á óvart, ég ætli ég lesi hana ekki fljótlega aftur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? ( skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er rosaleg þegar kemur að væmnum lögum, því verð ég að segja James Arthur – Say you won´t let go. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Hellu í Rangárþingi þar sem ég ólst upp. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég dró upp prjónana eftir langa pásu og prjónaði óhóflega mikið. Ég las einnig og hlustaði mikið á bækur, fór í fjallgöngur og lærði að baka úr súr. Fjóla segist hafa prjónað óhóflega mikið í Covid. Hvað tekur þú í bekk? Má ekki segja pass við einni spurningu? Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Um leið og ég vakna og sleppi yfirleitt morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig dreymdi um að vera flugliði í nokkur ár, sem ég varð svo á endanum það var ótrúlega skemmtilegt starf. Því er það flugliði eða eitthvað tengt stjórnmálum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég held að ég myndi halda því fyrir mig. Uppáhalds tónlistarmaður? GDRN. Fjóla Hrund í fjallgöngu. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru tveir tómatar … Ein sterkasta minningin úr æsku? Líklega þegar amma og afi pössuðu okkur systkinin i æsku, þá fékk enginn að sofa út, amma vakti húsið með píanóglamri eldsnemma, okkur öllum til mikillar gleði, sérstaklega kettinum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Í íslenskri pólitík þá er það Sigmundur Davíð. Besta íslenska Eurovision-lagið? Tell me með Einari Ágústi og Telmu, ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju það lag vann ekki. Besta frí sem þú hefur farið í? Siðasta útlandaferðin sem ég fór í 2019 var mjög góð, þar sem ég heimsótti fallegar borgir á Spáni, borðaði góðan mat og náði að slaka vel á. Uppáhalds þynnkumatur? Kjúklingasalat. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Vera Dögg, hún gat ekkert sagt …“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var voðalega lítið rebel í framhaldsskóla. Eina uppátækið var á mínu lokaári þegar ég reyndi að komast á sóðalista skólans með því að vera inni á útiskóm. Það gekk ekki betur en svo að ég fékk fullt af áminningum en komst aldrei á sóðalistann. Rómantískasta uppátækið? Ég læt aðra um rómantíkina.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Miðflokkurinn Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira