Eru sjálfsvíg sjúkdómseinkenni? Hrefna Svanborgar Karlsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun