Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 16:00 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, lögðu mat á stefnu flokkanna. Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Ungir umhverfissinnar tóku sig saman og lögðu þrjár spurningar um umhverfisstefnu fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði til Alþingiskosninganna í þessum mánuði. Í svörum flokkanna hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum fengu ríkisstjórnarflokkarnir þrír nær algera falleinkunn. Svör flokkanna við annarri spurningunni, sem snýr að notkun jarðefnaeldsneytis og orkuskiptum, hafa nú verið birt, en Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, hafa einnig lagt mat á svörin og hvort að flokkarnir hefðu staðist eða fallið á prófi þeirra. Önnur spurningin var: Í orkustefnu fyrir Ísland sem kynnt var á kjörtímabilinu segir að Ísland eigi að vera laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Hvenær telur þinn flokkur að hætta eigi að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi og í hvaða áföngum? Stefna Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Miðflokksins, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins fá falleinkunn hjá þeim Auði og Finni, á meðan þau lögðu blessun sína yfir stefnu Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Auði og Finni deilir hins vegar á hvort að stefna Sjálfstæðisflokksins fái staðið. Svör fulltrúa flokkanna fara hér á eftir: Klippa: Afruglarinn #2- munnlegt umhverfispróf fyrir stjórnmálaflokka Bryndís Haraldsdóttir.Aðsend Sjálfstæðisflokkur, Bryndís Haraldsdóttir svarar: „Við eigum að vera fyrst allra til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis – af því að það er skynsamlegt út frá umhverfismálum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felst mikið tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur og þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru.“ Au ður: „Já, að mínu viti var þetta skýrt svar sem lýsir metnaðarfullri framtíðarsýn. Þetta er klárlega staðið frá mér.“ ✅Finnur: „Það er mjög jákvætt að stefnt sé að því að við Ísland verðum fyrsta landið til þess að losa okkur við eða verða óháð jarðefnaeldsneyti og í rauninni að verða fyrirmynd fyrir önnur lönd í heiminum sem er mikilvægt að Ísland verði. Það er hins vegar varasamt að stefna að því að framleiða raforku í staðinn, það þarf aðeins að skilgreina betur hvað er átt við með þessu. Einnig finnst mér þurfa að skilgreina betur hvernig við ætlum að ná því markmiði að verða óháð jarðefnaeldsneyti, mér fannst vanta aðeins skrefin þarna inn á milli. Þannig að þetta stenst ekki alveg frá mér.“ ❌ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur, Sigurður Ingi Jóhannesson svarar: „Við í Framsókn sjáum gríðarleg tækifæri í þeirri stöðu sem við erum í í dag með svona mikla orku sem byggir á endurnýjanlegum orkuauðlindum. Við sjáum tækifæri í grænni fjárfestingu, meðal annars til þess að framleiða svokallað rafeldsneyti. Við sjáum fyrir okkur að þróun í heiminum á allskonar ólíkum tækjum, hvort sem er á stórum flutningabílum, skipum eða flugvélum, það er ekki eitthvað sem við munum vera að þróa en við eigum að vera tilbúin og í fararbroddi í þeim orkuskiptum og við getum lagt okkar fram, meðal annars með frekari framleiðslu á rafeldsneyti, bæði til hraðari orkuskipta hér innanlands en einnig til útflutnings og þar með til lausna á loftslagsvandanum annars staðar. “ Finnur: „Já, það er vissulega rétt við eigum mikla endurnýjanlega orku nú þegar, það er bara staðreynd. Það er mikilvægt að vera meðvituð um fjölbreytileika í nýsköpun, það kom einnig vel fram í svarinu en mér finnst ekki nógu vel skilgreint hvernig við ætlum að vera tilbúin, það er ekki skilgreint nógu vel – og heldur ekki hvaða breytingar þarf að gera til þess að vera í þessum fararbroddi sem er nefndur. Þetta stenst ekki alveg hjá mér.“ ❌Auður: „Já ég verð að vera sammála því, þarna er svarið ekki nógu vel ígrundað og áföngunum er ekki lýst, sem var spurt um og svarið er ekki nógu skýrt og það er þess vegna fall frá mér því miður.“ ❌ Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum.Vísir/Vilhelm Viðreisn, Hanna Katrín Friðriksson svarar: „Við í Viðreisn viljum setja markið á 2040. Byrja þar sem tæknin er komin lengst og hagkvæmnin er mest og næstu fasar felast svo í orkuskiptum þar sem ekki er auðvelt að nota rafmagn, heldur þarf að nota grænt eldsneyti. Við viljum hætta nýskráningu á bensín- og díselbílum árið 2025. Og til þess að ná markmiðunum viljum við nota kolefnisgjöld – en við leggjum áhersu á tekjuhlutleysi aukinnar skattheimtu, þannig að sköttum og gjöldum sem eru lögð á vegna umhverfis- og loftslagsmála verði mætt með samsvarandi lækkun annars staðar. Þannig tryggjum við til dæmis að þeir sem menga borgi þegar upp er staðið. Næst þarf svo að taka næststærsta losunarþáttinn innan Parísarsáttmálans sem eru fiskiskipin. Hér er ekki bara um að ræða olíunotkun á hafi úti heldur alla virðiskeðjuna. Við getum til dæmis séð hvernig samvinna orkufyrirtækja og sjávarútvegsins hefur skilað okkur ótrúlegum árangri í samdrætti í losun frá fiskimjölsverksmiðjunum þar sem endurnýjanleg orka er nýtt í stað olíu. En við þurfum kolefnisgjöldin hér því sum árin er svartolían einfaldlega of ódýr. Og það er ótækt að hér á Íslandi notum við svartolíu í staðbundnum iðnaði í stað rafmagns. Svo viljum við vera róttæk og framsýn og færa skipaflotann yfir á grænt eldsneyti sem unnið er úr íslenskum orkugjöfum sem fyrst. Við höfum tæknilegu lausnirnar en það þarf nauðsynlega innviðauppbyggingu. Í forgrunni er svo auðvitað áframhaldandi stuðningur við nýsköpun, við erum með verkefni sem njóta viðurkenningar á alþjóðavísu og bíða eftir því að komast í framkvæmd, það vantar bara herslumuninn. Við eigum að klára þetta.“ Au ður: „Í svari Viðreisnar er talað um þá áfanga sem þarf að ná, það er talað um réttlát umskipti, svarið er skýrt og nokkuð vel ígrundað þannig að mér finnst þetta mjög ásættanlegt.“ ✅Finnur:„Mér finnst mjög gott að sjá að það sé vilji fyrir auknum metnaði í þessu markmiði og verið sé að horfa til þess hvar sé best að byrja, hvar sé auðveldast að byrja og rappa svo upp aðgerðir. Nokkrar aðgerðir eru einnig nefndar (þar) sem er útskýrt hvernig eigi að spila saman sem er mjög gott uppá heildarmyndina og einnig er nefnt að þeir sem mengi eigi að borga og það er gott hugarfar þannig að þetta er fullnægjandi svar fyrir mig.“ ✅ Miðflokkurinn, Karl Gauti Hjaltason svarar: „Það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis er ekki markmið í sjálfu sér að okkar mati, heldur þarf að draga úr losun koltvísýrings og binda sem mest kolefni og ná þannig fram jafnvægi. Alþingi hefur lagt fram tillögu um fjórföldun skógræktar með öflugum trjátegundum – og þannig gætum við Íslendingar náð kolefnishlutleysi mun hraðar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Jarðefnaeldsneyti verður sennilega notað áfram, við höfum hins vegar notað endurnýjanlega orkugjafa í áratugi umfram flest lönd. Það er eðlilegra að grípa til mótvægisaðgerða, eins og að efla skógrækt, heldur en að leggja á þjóðina hömlur sem munu skekkja samkeppnisstöðu okkar. Við hitun húsa og raforkuframleiðslu er á Íslandi nánast ekkert jarðefnaeldsneyti notað. Það er aðeins þegar kemur að samgöngum sem olía er notuð og þá helst á skip og flugvélar. Þar snýst þróunin – á þeim sviðum – um tækniframfarir til umhverfisvænna lausna sem gætu hugsanlega verið handan við hornið. Grænt eldsneyti þarf að koma í stað jarðefnaeldsneytis og þar hafa Íslendingar gríðaleg tækifæri. Miðflokkurinn leggur áherslu á skynsamlega aðgerðaáætlun sem nýtir tækifæri landsins og skapar rétt skilyrði fyrir orkuskipti sem ættu þá að ganga vel fyrir sig. Mest er um vert að ná að vinna saman að umhverfisvænni framtíð en ekki etja saman ólíkum hópum.“ Finnur: „Ég verð að vera ósammála þessu svari. Að draga úr neyslu á jarðefnaeldsneyti þarf að vera markmið í sjálfu sér. Það er ekki hægt að ná þeim markmiðum sem við erum búin að setja okkur til dæmis um kolefnishlutleysi, það er ekki nóg að ráðast bara í eina aðgerð, til dæmis skógrækt, heldur þarf að ráðast í allar aðgerðirnar sem er mögulegt að ráðast í, í einu og svo var nefnt að Ísland myndi verða minna samkeppnishæft ef við myndum draga úr neyslu á jarðefnaeldsneyti, þar er þetta bara þveröfugt, það að draga ekki úr neyslu á jarðefnaeldsneyti mun gera Ísland ósamkeppnishæft fyrst öll lönd í kringum okkur eru að gera þetta, eru á þessari vegferð. Þannig að, já, þetta svar er ófullnægjandi.“ ❌Auður:„Já ég vil bæta við það sem Finnur var að segja, aðgerðir í loftslagsmálum draga ekki úr lífsgæðum heldur þvert á móti eru mjög margar aðgerðir í loftslagsmálum sem auka lýðheilsu, bæta umhverfið og auka til dæmis fjárhagslegt sjálfstæði margra þjóða eins og Íslands. Þannig að það er mikill misskilningur sem kemur fram í máli Miðflokksins að við séum að tala um einhver skert lífsgæði með aðgerðum í loftslagsmálum. Það er mjög mikilvægt að við munum þetta. Ég tek líka undir þetta að fjórföldun í skógrækt mun ekki nándar nærri duga einu sinni til að bæta fyrir þá losun sem kemur frá bara landbúnaði. Þannig að þetta er algjörlega ófullnægjandi svar.“ ❌ Andrés Ingi - Ný Píratar, Andrés Ingi Jónsson svarar: „Píratar sjá því ekkert til fyrirstöðu að ná þessu markmiði miklu fyrr og við höfum talað fyrir því að Ísland geti orðið jarðefnaeldsneytislaust fyrir árið 2035. Við höfum ekki skilgreint alla áfangana, enda er þetta gríðarlega stórt og flókið verkefni sem kallar á aðkomu margra. En við höfum sett okkur nokkur áfangamarkmið sem varða leiðina. Við viljum til dæmis flýta sölubanni á nýjum bílum með brunahreyfli til að minnsta kosti ársins 2025 og sjá til þess að ný skip sem bætast við flotann gangi fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Samhliða því telja Píratar að kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti þurfi að hækka svo það endurspegli raunverulegan kostnað samfélagsins af bruna þess, en gjaldinu ætla Píratar síðan að verja í þágu almennings, til dæmis til verkefna sem auðvelda orkuskipti í samgöngum og styðja við uppbyggingu innviða fyrir ferðamáta sem ekki eru háðir jarðefnaeldsneyti. Við viljum gera vistvænan ferðamáta að raunhæfum valkosti um allt land. Í loftslagsstefnu Pírata segir líka að Píratar ætli að setja fjármálakerfinu nýjar leikreglur sem koma í veg fyrir stuðning við mengandi fyrirtæki og stóriðju. Hvort sem það er hið opinbera, bankar eða lífeyrissjóðir – Ísland á að vera í fararbroddi í grænni fjárfestingum. Kjarninn í þessu er að Píratar vilja stilla leikreglurnar þannig að við auðveldum öllum almenningi að taka þátt í grænu umbyltingunni. Nú og svo viljum við auðvitað taka af allan vafa og banna olíuleit og -vinnslu í íslenskri lögsögu.“ Au ður: „Hérna er rætt um markmiðið, það er rætt um hverjir nálægustu áfangarnir eru og örlítið um hvernig á að ná þeim. Það er rætt um réttláta skiptingu kolefnisgjaldsins þannig að mér finnst þetta svar taka í raun á öllu því sem þarf að taka á. Þetta er staðið.“ ✅Finnur: „Mér finnst frábært að sjá þennan mikla metnað varðandi þetta markmið, þetta er róttæka hugsunin sem að þarf til þess að ná raunverulegum árangri. Einnig er gott að sjá að aðgerðirnar sem eru nefndar eru fjölbreyttar og virðast mynda svona heildstæða sýn, þannig að þetta er fullnægjandi svar fyrir mig.“ ✅ Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður.Vísir/Vilhelm Samfylkingin, Rósa Björk Brynjólfsdóttir svarar: „Fyrir það fyrsta vill Samfylkingin banna strax með lögum borun eftir jarðefnaeldsneyti í íslensku efnahagslögsögunni og afnema hverskyns undanþágur við banni á svartolíu í íslenskri landhelgi. Og gera alvöru úr því að rafvæða hafnir. En til að ná árangri í loftslagsmálunum og til að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti 2050 þarf að hraða orkuskiptunum í samgöngum, því við erum ekki háð jarðefnaeldsneyti í raforkunotkun eða húshitun. Við þurfum að mæta orkuþörfinni í samgöngum með öðrum orkugjöfum og markvissari aðgerðum til að ná árangri. Við viljum styðja við uppbyggingu rafhleðslu-, metan- og vetnisstöðva um allt land svo það verði raunhæft að miða við að hætta nýskráningu bensín- og díselfólksbíla árið 2025. Við viljum fjölga uppbyggingu hleðslustöðva um allt land, við viljum rafvæða bílaleiguflotann með skattalegum hvötum og afnema skattaafslátt vegna kaupa á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og móta raunhæfa en metnaðarfulla áætlun um að hætta nýskráningu flutninga- og hópferðabíla og vinnuvéla sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. En við í Samfylkingunni ætlum líka að fara í enn frekara samgönguátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Keflavíkurlínu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Við viljum flýta framkvæmdum við Borgarlínu eins og mögulegt er og fara af stað með landslínu almenningssamgangna um allt land.“ Finnur: „Í þessu svari kemur fram mikilvægur þáttur sem er uppbygging innviða, þetta gleymist stundum þrátt fyrir að vera nauðsynlegur hluti til þess að ná árangri og til þess að heildarmyndin gangi upp í orkuskiptunum. Einnig er gott að sjá metnaðarfulla sýn á almenningssamgöngur þó að miklvægt sé náttúrulega að gæta raunsæis í tímaramma þegar kemur að þessu en svarið stendur hjá mér.“ ✅Auður: „Já, hér eru skýr markmið, það er rætt um fyrsta áfangann sem er er næstur okkur, þetta er bara frekar afgerandi og skýrt, þetta er staðið.“ ✅ Fundur um aðgerðir í loftslagsmálum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson - umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Lilja Alfreðsdóttir - mennta- og menningarmálaráðherra, Vinstri græn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar: „Við Vinstri græn sjáum fyrir okkur að í síðasta lagi árið 2045 verði Ísland orðið laust við jarðefnaeldsneyti. En við viljum auðvitað gjarnan að það geti orði fyrr. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að nálgast þetta í áföngum. Þar vil ég nefna að í fyrsta lagi tel ég að það þurfi að að flýta banninu við nýskráningum og innflutningi á nýjum dísel- og bensínbifreiðum fram til ársins 2025. Það gefur okkur þetta 10 til 15 ár til að fasa því út úr bílaflotanum. Árið 2030 gætum við verið komin með allar ferjur, skip og báta í ferðaþjónustu og strandveiðiflotann á endurnýjanlegt eldsneyti, 2030 - 35 innanlandsflugið, 2035 - 40 þungaflutningana og svo allan skipaflotann árið 2040. Millilandaflugið er kannski einna erfiðast í þessu en þar erum við þó að miða við árið 2040 – 45. Ég vil taka það sérstaklega fram að í öllum þessum tilvikum þá þurfum við að byrja fyrr heldur en þessar lokadagsetningar á að blanda saman endurnýjanlegu eldsneyti og jarðefnaeldsneyti til þess að ná árangri fyrr. Og annað sem mig langar líka að leggja áherslu á er að við þurfum að halda áfram að styðja við rannsóknir og þróun á framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis hér á Íslandi – en þó alltaf með náttúruvernd að leiðarljósi.“ Au ður: „Flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn og hefur unnið að hömlum á innflutningi á bensín og díselbílum frá 2030 en ekki frá 2025 eins og talað er um í svarinu þannig að kjósendur þurfa að fá að vita hvort þetta er stefna flokksins eða stefna varaformansins. Síðan er markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2045 nokkuð metnaðarlaust fyrir umhverfisverndarflokk. Hér er erfitt að taka ákvörðun en ég myndi segja að þetta sé naumlega fallið.“ ❌Finnur:„Það er góð heildarsýn í þessu svari hvað varðar áfangana, þeir eru mjög vel skilgreindir. Líka hvað varðar hliðaraðgerðir sem verður ráðist í samhliða þessum stærri áföngum og líka hvað varðar náttúruvernd í samspili við loftslagsaðgerðir. Hins vegar þó það verði að gæta raunsæis er bara nauðsynlegt að þetta markmið verði sett fyrr þannig að ég er svona smá í vafa með það hvar ég eigi að setja þetta svar en ég held ég verði því miður að gefa því fall. “ ❌ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins, Inga Sæland svarar: „Þjóðin hefur staðið sig allra þjóða best á þessu sviði, einkum með því að hita öll hús hér á landi með hreinni orku í stað mengandi jarðefnaeldsneytis. Ég hygg að árið 2050 verði Ísland sjálfkrafa laust við jarðefnaeldsneyti hvað bíla varðar. Þróunin í bílaiðnaði er einfaldlega mjög hröð í átt að rafvæðingu bílaflotans en við skulum ekki gleyma því að efnalítið fólk hefur ekki efni á að skipta yfir í dýra rafknúna bíla. Þess vegna er flókið að negla nákvæmlega niður áfangana, tímann hvenær í rauninni verkefninu lýkur. Við viljum að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Flokkur fólksins vill því beita sér gegn öllu sem heita grænir skattar sem auka misskiptingu og fátækt. Þeir greiði mest sem menga mest. Hitt er svo annað mál að mikið vantar upp á að stórmengandi skip sem leggjast hér að bryggju hafi aðgang að hreinni orku. Þar vantar bæði upp á stuðning stjórnvalda við innviðauppbyggingu og stuðning annarra stjórnmálaflokka, ríkisstjórnarinnar, til dæmis við skynsamlega hagnýtingu hreinnar orku fallvatna og jarðvarma. Við viljum nýta hreinar orkulindir landsins af skynsemi svo draga megi úr mengun samhliða náttúruvernd.“ Finnur: „Það er stórhættulegt að trúa því að þessar breytingar muni eiga sér stað sjálfkrafa það bara getur orðið til þess að litlar sem engar breytingar verði sem er mjög alvarlegt og það er mikilvægt að horfa á réttlát umskipti, réttilega, og að skattar leggist ekki hlutfallslega meira á ákveðna hópa sem eru efnaminni nú þegar. En mér finnst svarið ekki nógu vel skilgreint, um hvernig á að ná þessum markmiðum né heldur hvernig á að tryggja réttlát umskipti þó það sé vissulega gott gildi. Þannig að þetta er fall.“ ❌Auður: „Já, það er mjög gott að Flokkur fólksins nefni réttlát umskipti og ég vona að við getum treyst á Flokk fólksins til að tala því máli í þeim loftslagsaðgerðum sem eru yfirvofandi. Hins vegar er algjörlega rangt að Ísland hafi staðið sig vel í loftslagsmálum eða í því að losa okkur við jarðefnaeldsneyti því við erum með eitt stærsta kolefnisspor í heimi þannig að þarna gætir misskilnings. Svarið er ekki sannfærandi en eins og ég segi, mjög mikilvægt að þessi flokkur tali máli réttlátra umskipta, en svarið fær því miður falleinkunn frá mér.“ ❌ Katrín Baldursdóttir.Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn, Katrín Baldursdóttir svarar: „Okkur finnst að það eigi bara að gera það nú þegar. Grænlendingar hafa bannað olíuleit og við eigum að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama. En vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er efnahagskerfið sem við búum við, það er þessi kapítalismi og nýfrjálshyggja sem leggur svo mikla áherslu á hagvöxt. Og hagvöxtur eins og hann er í dag, hann gerir ekkert annað en að auka neyslu. Vegna þess að ef þú ætlar að hafa jákvæðan hagvöxt þá þarft þú að auka neyslu. Aukin neysla stuðlar að mengun og það er verið að framleiða allskonar drasl með allskonar mengandi efnum og þessu verður að ljúka. En vandamálið er að stórkapítalistarnir eru ekkert á því að hætta þessu. Þeir bera ábyrgð á hamfarahlýnun í dag - hamfarahlýnun er af þeirra völdum. Ef við ætlum að ná tökum á þessu þá verðum við að færa völdin til almennings. Við verðum að gefa almenningi á lýðræðislegan hátt færi á því að finna hvernig við getum saman lifað í góðu samfélagi við náttúruna.“ Au ður: „Það er mjög jákvætt hjá Sósíalistum að þau skilja að vandinn er kerfislægur, það eru kerfin sem þarf að breyta. Hins vegar vantar svolítið útfærslu og hvernig, í hvaða áföngum við eigum að stíga þessi skref þannig að þetta er naumt fall frá mér. “ ❌Finnur: „Já ég tek undir það með Auði að það er vel skilgreint í svarinu að það er efnahagskerfið sem við notum í dag, sem er náttúrulega bara tól fyrir samfélagið, að það er vissulega stór hluti af þessum vanda sem við stöndum frammi fyrir þar sem það hvetur til aukinnar neyslu og önnur vandamál sem að koma frá því en það þarf að skilgreina betur hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til þess að kerfislægar breytingar eigi sér stað. Þannig að þetta svar fær fall frá mér.“ ❌ Orkumál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Ungir umhverfissinnar tóku sig saman og lögðu þrjár spurningar um umhverfisstefnu fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði til Alþingiskosninganna í þessum mánuði. Í svörum flokkanna hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum fengu ríkisstjórnarflokkarnir þrír nær algera falleinkunn. Svör flokkanna við annarri spurningunni, sem snýr að notkun jarðefnaeldsneytis og orkuskiptum, hafa nú verið birt, en Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, hafa einnig lagt mat á svörin og hvort að flokkarnir hefðu staðist eða fallið á prófi þeirra. Önnur spurningin var: Í orkustefnu fyrir Ísland sem kynnt var á kjörtímabilinu segir að Ísland eigi að vera laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Hvenær telur þinn flokkur að hætta eigi að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi og í hvaða áföngum? Stefna Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Miðflokksins, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins fá falleinkunn hjá þeim Auði og Finni, á meðan þau lögðu blessun sína yfir stefnu Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Auði og Finni deilir hins vegar á hvort að stefna Sjálfstæðisflokksins fái staðið. Svör fulltrúa flokkanna fara hér á eftir: Klippa: Afruglarinn #2- munnlegt umhverfispróf fyrir stjórnmálaflokka Bryndís Haraldsdóttir.Aðsend Sjálfstæðisflokkur, Bryndís Haraldsdóttir svarar: „Við eigum að vera fyrst allra til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis – af því að það er skynsamlegt út frá umhverfismálum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felst mikið tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur og þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru.“ Au ður: „Já, að mínu viti var þetta skýrt svar sem lýsir metnaðarfullri framtíðarsýn. Þetta er klárlega staðið frá mér.“ ✅Finnur: „Það er mjög jákvætt að stefnt sé að því að við Ísland verðum fyrsta landið til þess að losa okkur við eða verða óháð jarðefnaeldsneyti og í rauninni að verða fyrirmynd fyrir önnur lönd í heiminum sem er mikilvægt að Ísland verði. Það er hins vegar varasamt að stefna að því að framleiða raforku í staðinn, það þarf aðeins að skilgreina betur hvað er átt við með þessu. Einnig finnst mér þurfa að skilgreina betur hvernig við ætlum að ná því markmiði að verða óháð jarðefnaeldsneyti, mér fannst vanta aðeins skrefin þarna inn á milli. Þannig að þetta stenst ekki alveg frá mér.“ ❌ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur, Sigurður Ingi Jóhannesson svarar: „Við í Framsókn sjáum gríðarleg tækifæri í þeirri stöðu sem við erum í í dag með svona mikla orku sem byggir á endurnýjanlegum orkuauðlindum. Við sjáum tækifæri í grænni fjárfestingu, meðal annars til þess að framleiða svokallað rafeldsneyti. Við sjáum fyrir okkur að þróun í heiminum á allskonar ólíkum tækjum, hvort sem er á stórum flutningabílum, skipum eða flugvélum, það er ekki eitthvað sem við munum vera að þróa en við eigum að vera tilbúin og í fararbroddi í þeim orkuskiptum og við getum lagt okkar fram, meðal annars með frekari framleiðslu á rafeldsneyti, bæði til hraðari orkuskipta hér innanlands en einnig til útflutnings og þar með til lausna á loftslagsvandanum annars staðar. “ Finnur: „Já, það er vissulega rétt við eigum mikla endurnýjanlega orku nú þegar, það er bara staðreynd. Það er mikilvægt að vera meðvituð um fjölbreytileika í nýsköpun, það kom einnig vel fram í svarinu en mér finnst ekki nógu vel skilgreint hvernig við ætlum að vera tilbúin, það er ekki skilgreint nógu vel – og heldur ekki hvaða breytingar þarf að gera til þess að vera í þessum fararbroddi sem er nefndur. Þetta stenst ekki alveg hjá mér.“ ❌Auður: „Já ég verð að vera sammála því, þarna er svarið ekki nógu vel ígrundað og áföngunum er ekki lýst, sem var spurt um og svarið er ekki nógu skýrt og það er þess vegna fall frá mér því miður.“ ❌ Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum.Vísir/Vilhelm Viðreisn, Hanna Katrín Friðriksson svarar: „Við í Viðreisn viljum setja markið á 2040. Byrja þar sem tæknin er komin lengst og hagkvæmnin er mest og næstu fasar felast svo í orkuskiptum þar sem ekki er auðvelt að nota rafmagn, heldur þarf að nota grænt eldsneyti. Við viljum hætta nýskráningu á bensín- og díselbílum árið 2025. Og til þess að ná markmiðunum viljum við nota kolefnisgjöld – en við leggjum áhersu á tekjuhlutleysi aukinnar skattheimtu, þannig að sköttum og gjöldum sem eru lögð á vegna umhverfis- og loftslagsmála verði mætt með samsvarandi lækkun annars staðar. Þannig tryggjum við til dæmis að þeir sem menga borgi þegar upp er staðið. Næst þarf svo að taka næststærsta losunarþáttinn innan Parísarsáttmálans sem eru fiskiskipin. Hér er ekki bara um að ræða olíunotkun á hafi úti heldur alla virðiskeðjuna. Við getum til dæmis séð hvernig samvinna orkufyrirtækja og sjávarútvegsins hefur skilað okkur ótrúlegum árangri í samdrætti í losun frá fiskimjölsverksmiðjunum þar sem endurnýjanleg orka er nýtt í stað olíu. En við þurfum kolefnisgjöldin hér því sum árin er svartolían einfaldlega of ódýr. Og það er ótækt að hér á Íslandi notum við svartolíu í staðbundnum iðnaði í stað rafmagns. Svo viljum við vera róttæk og framsýn og færa skipaflotann yfir á grænt eldsneyti sem unnið er úr íslenskum orkugjöfum sem fyrst. Við höfum tæknilegu lausnirnar en það þarf nauðsynlega innviðauppbyggingu. Í forgrunni er svo auðvitað áframhaldandi stuðningur við nýsköpun, við erum með verkefni sem njóta viðurkenningar á alþjóðavísu og bíða eftir því að komast í framkvæmd, það vantar bara herslumuninn. Við eigum að klára þetta.“ Au ður: „Í svari Viðreisnar er talað um þá áfanga sem þarf að ná, það er talað um réttlát umskipti, svarið er skýrt og nokkuð vel ígrundað þannig að mér finnst þetta mjög ásættanlegt.“ ✅Finnur:„Mér finnst mjög gott að sjá að það sé vilji fyrir auknum metnaði í þessu markmiði og verið sé að horfa til þess hvar sé best að byrja, hvar sé auðveldast að byrja og rappa svo upp aðgerðir. Nokkrar aðgerðir eru einnig nefndar (þar) sem er útskýrt hvernig eigi að spila saman sem er mjög gott uppá heildarmyndina og einnig er nefnt að þeir sem mengi eigi að borga og það er gott hugarfar þannig að þetta er fullnægjandi svar fyrir mig.“ ✅ Miðflokkurinn, Karl Gauti Hjaltason svarar: „Það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis er ekki markmið í sjálfu sér að okkar mati, heldur þarf að draga úr losun koltvísýrings og binda sem mest kolefni og ná þannig fram jafnvægi. Alþingi hefur lagt fram tillögu um fjórföldun skógræktar með öflugum trjátegundum – og þannig gætum við Íslendingar náð kolefnishlutleysi mun hraðar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Jarðefnaeldsneyti verður sennilega notað áfram, við höfum hins vegar notað endurnýjanlega orkugjafa í áratugi umfram flest lönd. Það er eðlilegra að grípa til mótvægisaðgerða, eins og að efla skógrækt, heldur en að leggja á þjóðina hömlur sem munu skekkja samkeppnisstöðu okkar. Við hitun húsa og raforkuframleiðslu er á Íslandi nánast ekkert jarðefnaeldsneyti notað. Það er aðeins þegar kemur að samgöngum sem olía er notuð og þá helst á skip og flugvélar. Þar snýst þróunin – á þeim sviðum – um tækniframfarir til umhverfisvænna lausna sem gætu hugsanlega verið handan við hornið. Grænt eldsneyti þarf að koma í stað jarðefnaeldsneytis og þar hafa Íslendingar gríðaleg tækifæri. Miðflokkurinn leggur áherslu á skynsamlega aðgerðaáætlun sem nýtir tækifæri landsins og skapar rétt skilyrði fyrir orkuskipti sem ættu þá að ganga vel fyrir sig. Mest er um vert að ná að vinna saman að umhverfisvænni framtíð en ekki etja saman ólíkum hópum.“ Finnur: „Ég verð að vera ósammála þessu svari. Að draga úr neyslu á jarðefnaeldsneyti þarf að vera markmið í sjálfu sér. Það er ekki hægt að ná þeim markmiðum sem við erum búin að setja okkur til dæmis um kolefnishlutleysi, það er ekki nóg að ráðast bara í eina aðgerð, til dæmis skógrækt, heldur þarf að ráðast í allar aðgerðirnar sem er mögulegt að ráðast í, í einu og svo var nefnt að Ísland myndi verða minna samkeppnishæft ef við myndum draga úr neyslu á jarðefnaeldsneyti, þar er þetta bara þveröfugt, það að draga ekki úr neyslu á jarðefnaeldsneyti mun gera Ísland ósamkeppnishæft fyrst öll lönd í kringum okkur eru að gera þetta, eru á þessari vegferð. Þannig að, já, þetta svar er ófullnægjandi.“ ❌Auður:„Já ég vil bæta við það sem Finnur var að segja, aðgerðir í loftslagsmálum draga ekki úr lífsgæðum heldur þvert á móti eru mjög margar aðgerðir í loftslagsmálum sem auka lýðheilsu, bæta umhverfið og auka til dæmis fjárhagslegt sjálfstæði margra þjóða eins og Íslands. Þannig að það er mikill misskilningur sem kemur fram í máli Miðflokksins að við séum að tala um einhver skert lífsgæði með aðgerðum í loftslagsmálum. Það er mjög mikilvægt að við munum þetta. Ég tek líka undir þetta að fjórföldun í skógrækt mun ekki nándar nærri duga einu sinni til að bæta fyrir þá losun sem kemur frá bara landbúnaði. Þannig að þetta er algjörlega ófullnægjandi svar.“ ❌ Andrés Ingi - Ný Píratar, Andrés Ingi Jónsson svarar: „Píratar sjá því ekkert til fyrirstöðu að ná þessu markmiði miklu fyrr og við höfum talað fyrir því að Ísland geti orðið jarðefnaeldsneytislaust fyrir árið 2035. Við höfum ekki skilgreint alla áfangana, enda er þetta gríðarlega stórt og flókið verkefni sem kallar á aðkomu margra. En við höfum sett okkur nokkur áfangamarkmið sem varða leiðina. Við viljum til dæmis flýta sölubanni á nýjum bílum með brunahreyfli til að minnsta kosti ársins 2025 og sjá til þess að ný skip sem bætast við flotann gangi fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Samhliða því telja Píratar að kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti þurfi að hækka svo það endurspegli raunverulegan kostnað samfélagsins af bruna þess, en gjaldinu ætla Píratar síðan að verja í þágu almennings, til dæmis til verkefna sem auðvelda orkuskipti í samgöngum og styðja við uppbyggingu innviða fyrir ferðamáta sem ekki eru háðir jarðefnaeldsneyti. Við viljum gera vistvænan ferðamáta að raunhæfum valkosti um allt land. Í loftslagsstefnu Pírata segir líka að Píratar ætli að setja fjármálakerfinu nýjar leikreglur sem koma í veg fyrir stuðning við mengandi fyrirtæki og stóriðju. Hvort sem það er hið opinbera, bankar eða lífeyrissjóðir – Ísland á að vera í fararbroddi í grænni fjárfestingum. Kjarninn í þessu er að Píratar vilja stilla leikreglurnar þannig að við auðveldum öllum almenningi að taka þátt í grænu umbyltingunni. Nú og svo viljum við auðvitað taka af allan vafa og banna olíuleit og -vinnslu í íslenskri lögsögu.“ Au ður: „Hérna er rætt um markmiðið, það er rætt um hverjir nálægustu áfangarnir eru og örlítið um hvernig á að ná þeim. Það er rætt um réttláta skiptingu kolefnisgjaldsins þannig að mér finnst þetta svar taka í raun á öllu því sem þarf að taka á. Þetta er staðið.“ ✅Finnur: „Mér finnst frábært að sjá þennan mikla metnað varðandi þetta markmið, þetta er róttæka hugsunin sem að þarf til þess að ná raunverulegum árangri. Einnig er gott að sjá að aðgerðirnar sem eru nefndar eru fjölbreyttar og virðast mynda svona heildstæða sýn, þannig að þetta er fullnægjandi svar fyrir mig.“ ✅ Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður.Vísir/Vilhelm Samfylkingin, Rósa Björk Brynjólfsdóttir svarar: „Fyrir það fyrsta vill Samfylkingin banna strax með lögum borun eftir jarðefnaeldsneyti í íslensku efnahagslögsögunni og afnema hverskyns undanþágur við banni á svartolíu í íslenskri landhelgi. Og gera alvöru úr því að rafvæða hafnir. En til að ná árangri í loftslagsmálunum og til að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti 2050 þarf að hraða orkuskiptunum í samgöngum, því við erum ekki háð jarðefnaeldsneyti í raforkunotkun eða húshitun. Við þurfum að mæta orkuþörfinni í samgöngum með öðrum orkugjöfum og markvissari aðgerðum til að ná árangri. Við viljum styðja við uppbyggingu rafhleðslu-, metan- og vetnisstöðva um allt land svo það verði raunhæft að miða við að hætta nýskráningu bensín- og díselfólksbíla árið 2025. Við viljum fjölga uppbyggingu hleðslustöðva um allt land, við viljum rafvæða bílaleiguflotann með skattalegum hvötum og afnema skattaafslátt vegna kaupa á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og móta raunhæfa en metnaðarfulla áætlun um að hætta nýskráningu flutninga- og hópferðabíla og vinnuvéla sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. En við í Samfylkingunni ætlum líka að fara í enn frekara samgönguátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Keflavíkurlínu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Við viljum flýta framkvæmdum við Borgarlínu eins og mögulegt er og fara af stað með landslínu almenningssamgangna um allt land.“ Finnur: „Í þessu svari kemur fram mikilvægur þáttur sem er uppbygging innviða, þetta gleymist stundum þrátt fyrir að vera nauðsynlegur hluti til þess að ná árangri og til þess að heildarmyndin gangi upp í orkuskiptunum. Einnig er gott að sjá metnaðarfulla sýn á almenningssamgöngur þó að miklvægt sé náttúrulega að gæta raunsæis í tímaramma þegar kemur að þessu en svarið stendur hjá mér.“ ✅Auður: „Já, hér eru skýr markmið, það er rætt um fyrsta áfangann sem er er næstur okkur, þetta er bara frekar afgerandi og skýrt, þetta er staðið.“ ✅ Fundur um aðgerðir í loftslagsmálum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson - umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Lilja Alfreðsdóttir - mennta- og menningarmálaráðherra, Vinstri græn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar: „Við Vinstri græn sjáum fyrir okkur að í síðasta lagi árið 2045 verði Ísland orðið laust við jarðefnaeldsneyti. En við viljum auðvitað gjarnan að það geti orði fyrr. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að nálgast þetta í áföngum. Þar vil ég nefna að í fyrsta lagi tel ég að það þurfi að að flýta banninu við nýskráningum og innflutningi á nýjum dísel- og bensínbifreiðum fram til ársins 2025. Það gefur okkur þetta 10 til 15 ár til að fasa því út úr bílaflotanum. Árið 2030 gætum við verið komin með allar ferjur, skip og báta í ferðaþjónustu og strandveiðiflotann á endurnýjanlegt eldsneyti, 2030 - 35 innanlandsflugið, 2035 - 40 þungaflutningana og svo allan skipaflotann árið 2040. Millilandaflugið er kannski einna erfiðast í þessu en þar erum við þó að miða við árið 2040 – 45. Ég vil taka það sérstaklega fram að í öllum þessum tilvikum þá þurfum við að byrja fyrr heldur en þessar lokadagsetningar á að blanda saman endurnýjanlegu eldsneyti og jarðefnaeldsneyti til þess að ná árangri fyrr. Og annað sem mig langar líka að leggja áherslu á er að við þurfum að halda áfram að styðja við rannsóknir og þróun á framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis hér á Íslandi – en þó alltaf með náttúruvernd að leiðarljósi.“ Au ður: „Flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn og hefur unnið að hömlum á innflutningi á bensín og díselbílum frá 2030 en ekki frá 2025 eins og talað er um í svarinu þannig að kjósendur þurfa að fá að vita hvort þetta er stefna flokksins eða stefna varaformansins. Síðan er markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2045 nokkuð metnaðarlaust fyrir umhverfisverndarflokk. Hér er erfitt að taka ákvörðun en ég myndi segja að þetta sé naumlega fallið.“ ❌Finnur:„Það er góð heildarsýn í þessu svari hvað varðar áfangana, þeir eru mjög vel skilgreindir. Líka hvað varðar hliðaraðgerðir sem verður ráðist í samhliða þessum stærri áföngum og líka hvað varðar náttúruvernd í samspili við loftslagsaðgerðir. Hins vegar þó það verði að gæta raunsæis er bara nauðsynlegt að þetta markmið verði sett fyrr þannig að ég er svona smá í vafa með það hvar ég eigi að setja þetta svar en ég held ég verði því miður að gefa því fall. “ ❌ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins, Inga Sæland svarar: „Þjóðin hefur staðið sig allra þjóða best á þessu sviði, einkum með því að hita öll hús hér á landi með hreinni orku í stað mengandi jarðefnaeldsneytis. Ég hygg að árið 2050 verði Ísland sjálfkrafa laust við jarðefnaeldsneyti hvað bíla varðar. Þróunin í bílaiðnaði er einfaldlega mjög hröð í átt að rafvæðingu bílaflotans en við skulum ekki gleyma því að efnalítið fólk hefur ekki efni á að skipta yfir í dýra rafknúna bíla. Þess vegna er flókið að negla nákvæmlega niður áfangana, tímann hvenær í rauninni verkefninu lýkur. Við viljum að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Flokkur fólksins vill því beita sér gegn öllu sem heita grænir skattar sem auka misskiptingu og fátækt. Þeir greiði mest sem menga mest. Hitt er svo annað mál að mikið vantar upp á að stórmengandi skip sem leggjast hér að bryggju hafi aðgang að hreinni orku. Þar vantar bæði upp á stuðning stjórnvalda við innviðauppbyggingu og stuðning annarra stjórnmálaflokka, ríkisstjórnarinnar, til dæmis við skynsamlega hagnýtingu hreinnar orku fallvatna og jarðvarma. Við viljum nýta hreinar orkulindir landsins af skynsemi svo draga megi úr mengun samhliða náttúruvernd.“ Finnur: „Það er stórhættulegt að trúa því að þessar breytingar muni eiga sér stað sjálfkrafa það bara getur orðið til þess að litlar sem engar breytingar verði sem er mjög alvarlegt og það er mikilvægt að horfa á réttlát umskipti, réttilega, og að skattar leggist ekki hlutfallslega meira á ákveðna hópa sem eru efnaminni nú þegar. En mér finnst svarið ekki nógu vel skilgreint, um hvernig á að ná þessum markmiðum né heldur hvernig á að tryggja réttlát umskipti þó það sé vissulega gott gildi. Þannig að þetta er fall.“ ❌Auður: „Já, það er mjög gott að Flokkur fólksins nefni réttlát umskipti og ég vona að við getum treyst á Flokk fólksins til að tala því máli í þeim loftslagsaðgerðum sem eru yfirvofandi. Hins vegar er algjörlega rangt að Ísland hafi staðið sig vel í loftslagsmálum eða í því að losa okkur við jarðefnaeldsneyti því við erum með eitt stærsta kolefnisspor í heimi þannig að þarna gætir misskilnings. Svarið er ekki sannfærandi en eins og ég segi, mjög mikilvægt að þessi flokkur tali máli réttlátra umskipta, en svarið fær því miður falleinkunn frá mér.“ ❌ Katrín Baldursdóttir.Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn, Katrín Baldursdóttir svarar: „Okkur finnst að það eigi bara að gera það nú þegar. Grænlendingar hafa bannað olíuleit og við eigum að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama. En vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er efnahagskerfið sem við búum við, það er þessi kapítalismi og nýfrjálshyggja sem leggur svo mikla áherslu á hagvöxt. Og hagvöxtur eins og hann er í dag, hann gerir ekkert annað en að auka neyslu. Vegna þess að ef þú ætlar að hafa jákvæðan hagvöxt þá þarft þú að auka neyslu. Aukin neysla stuðlar að mengun og það er verið að framleiða allskonar drasl með allskonar mengandi efnum og þessu verður að ljúka. En vandamálið er að stórkapítalistarnir eru ekkert á því að hætta þessu. Þeir bera ábyrgð á hamfarahlýnun í dag - hamfarahlýnun er af þeirra völdum. Ef við ætlum að ná tökum á þessu þá verðum við að færa völdin til almennings. Við verðum að gefa almenningi á lýðræðislegan hátt færi á því að finna hvernig við getum saman lifað í góðu samfélagi við náttúruna.“ Au ður: „Það er mjög jákvætt hjá Sósíalistum að þau skilja að vandinn er kerfislægur, það eru kerfin sem þarf að breyta. Hins vegar vantar svolítið útfærslu og hvernig, í hvaða áföngum við eigum að stíga þessi skref þannig að þetta er naumt fall frá mér. “ ❌Finnur: „Já ég tek undir það með Auði að það er vel skilgreint í svarinu að það er efnahagskerfið sem við notum í dag, sem er náttúrulega bara tól fyrir samfélagið, að það er vissulega stór hluti af þessum vanda sem við stöndum frammi fyrir þar sem það hvetur til aukinnar neyslu og önnur vandamál sem að koma frá því en það þarf að skilgreina betur hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til þess að kerfislægar breytingar eigi sér stað. Þannig að þetta svar fær fall frá mér.“ ❌
Orkumál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45