Ótrúleg dramatík er Brady og félagar hófu tímabilið á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 08:00 Tom Brady var frábær í nótt. Julio Aguilar/Getty Images Það er spurning hvort Tom Brady og Rob Gronkowski hafi fundið tímavél í sumarfríinu en þeir áttu báðir magnaðan leik er Tampa Bay Buccaneers hóf NFL-tímabilið með dramatískum sigri á Dallas Cowboys, lokatölur 31-29. Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira
Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira