Ótrúleg dramatík er Brady og félagar hófu tímabilið á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 08:00 Tom Brady var frábær í nótt. Julio Aguilar/Getty Images Það er spurning hvort Tom Brady og Rob Gronkowski hafi fundið tímavél í sumarfríinu en þeir áttu báðir magnaðan leik er Tampa Bay Buccaneers hóf NFL-tímabilið með dramatískum sigri á Dallas Cowboys, lokatölur 31-29. Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira