Bestu leikirnir komu gegn Messi, Ronaldo, Robben og Van Persie Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 13:01 Hanens Þór fagnar með stuðningsfólki Íslandi eftir ótrúlega frammistöðu gegn Argentínu. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Það er því við hæfi að renna yfir hans bestu leiki með landsliðinu. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leiki af þeim 77 sem Hannes Þór lék fyrir Íslands hönd. Það skyldi engan undra að mögnuð frammistaða gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu er Ísland þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu í fótbolta tróni á toppnum. 1. Gegn Argentínu þann 16. 6. 2018 | Lokatölur 1-1 Hannes Þór gat ekkert gert í því þegar Sergio Agüero þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í þaknetið á 19. mínútu leiksins og margur Íslendingurinn óttaðist það versta. Það var þó ekkert að óttast, Hannes Þór var milli stanganna. Þrátt fyrir að Alfreð Finnbogason hafi jafnað metin í 1-1 var það Hannes Þór sem stal senunni með tveimur frábærum markvörslum í síðari hálfleik. Eftir rúma klukkustund var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon. Lionel Messi – einn albesti leikmaður allra tíma – steig á punktinn en Hannes Þór gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna eins og ekkert væri eðlilegra. Staðan enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Lok, lok og læs.Vísir/Vilhelm Undir lok leiks átti Cristian Pavón fyrirgjöf frá vinstri sem virtist ætla að skrúfast í fjærhornið en Hannes Þór rétt náði að stilla sig af er boltinn var í loftinu, stökk á eftir honum og náði að slæma vinstri hendinni í boltann áður en Hörður Björgvin hreinsaði. Eftir leik var Hannes Þór útnefndur maður leiksins. Eðlilega enda að okkar mati hans besta frammistaða með íslenska landsliðinu. The man of the moment, and the @Budweiser #ManoftheMatch@hanneshalldors reflects on a dream #WorldCup debut for @footballiceland! #ISL pic.twitter.com/T1YeBVwDcL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Á Youtube-rás FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, má sjá allt það helsta úr leiknum. Þar á meðal stórbrotnar markvörslur Hannesar Þórs. 2. Gegn Portúgal þann 14. 06. 2016 | Lokatölur 1-1 Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á stórmóti. Mótherjarnir í fyrsta leik voru verðandi Evrópumeistarar Portúgal með engan annan en Cristiano Ronaldo í fararbroddi. Nani kom Portúgal yfir eftir rúman hálftíma leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Aftur átti Hannes Þór frábæran leik. Hann varði meistaralega frá Nani eftir aðeins 20 mínútna leik. Í leikskýrslu Vísis frá sumrinu 2016 segir: „Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum.“ Það er kannski lýsandi fyrir hversu mikla pressu Portúgal setti í fyrri hálfleik að Hannes Þór var sá leikmaður Íslands sem snerti boltann hvað oftast eða 30 sinnum alls. Hannes Þór varði alls átta skot í leiknum ásamt því að grípa vel inn í þegar þess þurfti. Besta varslan var þó sú sem nefnd er hér að ofan en Nani var inn í markteig er hann skallaði að marki. Þegar aðeins fimm mínútur lifðu leiks var Hannes Þór réttur maður á réttum stað. Nani sendi þá fyrir frá hægri, Ragnar Sigurðsson misreiknaði boltann og Ronaldo fékk nokkuð frían skalla rétt fyrir utan markteig. Það kom ekki að sök þar sem fótavinnan hjá Hannesi var upp á tíu eins og svo oft áður og skallinn því beint á hann. Cristiano Ronaldo og Hannes Þór Halldórsson. Ronaldo brosti ekki í leikslok.Evren Atalay/Getty Images 3. Gegn Hollandi þann 13. 10. 2014 | Lokatölur 2-0 Hollendingar höfðu verið frábærir á HM 2014 og enduðu í 3. sæti eftir að pakka Brasilíu saman í leiknum um bronsið. Það voru þó brestir farnir að myndast er liðið mætti á Laugardalsvöll um veturinn. Fór það svo að Ísland vann 2-0 sigur. Það voru þó engir aukvisar í hollenska liðið. Leikmenn á borð við Daley Blind, Wesley Sneijder, Arjen Robben og Robin van Persie voru allir í byrjunarliði gestanna. Þeir komust þó - líkt og samherjar sínir - hvorki lönd né ströng gegn sterkri íslenskri vörn sem gaf fá færi á sér. Þar á bakvið var Hannes Þór eins og herforingi að stýra mönnum. Ef til vill var það ástæðan fyrir að aðeins tvö af tíu skotum Hollands í leiknum rötuðu á markið. Það fyrra var þeirra hættulegasta færi en Van Persie fékk þá stungu frá Robben en var í þröngu færi og Hannes lokaði vel. Hannes Þór ver frá Robin van Persie á Laugardalsvelli.Getty Images Þó hann hafi aðeins þurft að verja eitt skot til viðbótar þá var það allt hitt sem hann gerði sem skipti skipti sköpum. Eilífur talandi, greip vell inn í þegar þess þurfti og hélt mönnum almennt mönnum á tánum. Sigurinn þýddi einnig að eftir þrjá leiki var Ísland með fullt hús stiga og markatöluna 8-0. 4. Gegn Hollandi ytra þann 03. 09. 2015 | Lokatölur 0-1 Síðari leikur Íslands og Hollands var að mörgu leyti svipaður og sá fyrri. Það hjálpaði þó vissulega til að varnarmaðurinn Bruno Martins Indi hafi fengið rautt spjald eftir rúman hálftíma og að Hollendingar hafi aftur brotið á Birki Bjarnasyni innan vítateigs. Þrátt fyrir það þurfti Hannes Þór að vera vel á verði í marki Íslands frá upphafi til enda. Alls varði hann níu skot í leiknum, þar á meðal langskota undir lok leks frá ekki minni mönnum en Memphis Depay, Wesley Snjeider og Luciano Narsingh. Sama hvað Hollendingar blésu og blésu, aldrei féll Hannes og Ísland lagði Holland í Amsterdam með einu marki gegn engu. 5. Gegn Króatíu þann 15. 11. 2013 | Lokatölur 0-0 Elsti leikurinn á listanum og sá eini sem endaði illa, það er ef horft er á einvígið í heild. Eftir frábæra undankeppni fyrir HM 2014 komst Ísland í fyrsta skipti í umspil. Þar mættum við Króatíu, liði sem við áttum eftir að mæta oft á næstu árum. Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Ólafur Ingi Skúlason rautt spjald og Ísland manni færri í 40 mínútur. Ísland hélt út þökk sé frábærri frammistöðu Hannesar Þórs sem var á þessum tíma markvörður KR. „Í kjölfarið óð Króatía í færum en Hannes Þór Halldórsson varði tvívegis frábærlega á þriggja mínútna kafla skömmu eftir brottreksturinn,“ segir í frétt Vísis um leikinn. Eftir jafntefli á Laugardalsvelli var niðurstaðan 0-2 tap og HM draumurinn úti. Hann átti eftir að rætast fjórum árum síðar. Fjöldi annarra leikja kemur til greina þar sem Hannes Þór átti fjöldan allan af stórbrotnum leikjum í landsliðstreyju Íslands. Alls hélt hann hreinu í 25 leikjum af þeim 77 sem hann spilaði. Hannes Þór ver eitt af sex skotum Króata sem rataði á markið í leiknum á Laugardalsvelli um haustið 2013.Getty Images Fótbolti EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:25 Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Það skyldi engan undra að mögnuð frammistaða gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu er Ísland þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu í fótbolta tróni á toppnum. 1. Gegn Argentínu þann 16. 6. 2018 | Lokatölur 1-1 Hannes Þór gat ekkert gert í því þegar Sergio Agüero þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í þaknetið á 19. mínútu leiksins og margur Íslendingurinn óttaðist það versta. Það var þó ekkert að óttast, Hannes Þór var milli stanganna. Þrátt fyrir að Alfreð Finnbogason hafi jafnað metin í 1-1 var það Hannes Þór sem stal senunni með tveimur frábærum markvörslum í síðari hálfleik. Eftir rúma klukkustund var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon. Lionel Messi – einn albesti leikmaður allra tíma – steig á punktinn en Hannes Þór gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna eins og ekkert væri eðlilegra. Staðan enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Lok, lok og læs.Vísir/Vilhelm Undir lok leiks átti Cristian Pavón fyrirgjöf frá vinstri sem virtist ætla að skrúfast í fjærhornið en Hannes Þór rétt náði að stilla sig af er boltinn var í loftinu, stökk á eftir honum og náði að slæma vinstri hendinni í boltann áður en Hörður Björgvin hreinsaði. Eftir leik var Hannes Þór útnefndur maður leiksins. Eðlilega enda að okkar mati hans besta frammistaða með íslenska landsliðinu. The man of the moment, and the @Budweiser #ManoftheMatch@hanneshalldors reflects on a dream #WorldCup debut for @footballiceland! #ISL pic.twitter.com/T1YeBVwDcL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Á Youtube-rás FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, má sjá allt það helsta úr leiknum. Þar á meðal stórbrotnar markvörslur Hannesar Þórs. 2. Gegn Portúgal þann 14. 06. 2016 | Lokatölur 1-1 Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á stórmóti. Mótherjarnir í fyrsta leik voru verðandi Evrópumeistarar Portúgal með engan annan en Cristiano Ronaldo í fararbroddi. Nani kom Portúgal yfir eftir rúman hálftíma leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Aftur átti Hannes Þór frábæran leik. Hann varði meistaralega frá Nani eftir aðeins 20 mínútna leik. Í leikskýrslu Vísis frá sumrinu 2016 segir: „Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum.“ Það er kannski lýsandi fyrir hversu mikla pressu Portúgal setti í fyrri hálfleik að Hannes Þór var sá leikmaður Íslands sem snerti boltann hvað oftast eða 30 sinnum alls. Hannes Þór varði alls átta skot í leiknum ásamt því að grípa vel inn í þegar þess þurfti. Besta varslan var þó sú sem nefnd er hér að ofan en Nani var inn í markteig er hann skallaði að marki. Þegar aðeins fimm mínútur lifðu leiks var Hannes Þór réttur maður á réttum stað. Nani sendi þá fyrir frá hægri, Ragnar Sigurðsson misreiknaði boltann og Ronaldo fékk nokkuð frían skalla rétt fyrir utan markteig. Það kom ekki að sök þar sem fótavinnan hjá Hannesi var upp á tíu eins og svo oft áður og skallinn því beint á hann. Cristiano Ronaldo og Hannes Þór Halldórsson. Ronaldo brosti ekki í leikslok.Evren Atalay/Getty Images 3. Gegn Hollandi þann 13. 10. 2014 | Lokatölur 2-0 Hollendingar höfðu verið frábærir á HM 2014 og enduðu í 3. sæti eftir að pakka Brasilíu saman í leiknum um bronsið. Það voru þó brestir farnir að myndast er liðið mætti á Laugardalsvöll um veturinn. Fór það svo að Ísland vann 2-0 sigur. Það voru þó engir aukvisar í hollenska liðið. Leikmenn á borð við Daley Blind, Wesley Sneijder, Arjen Robben og Robin van Persie voru allir í byrjunarliði gestanna. Þeir komust þó - líkt og samherjar sínir - hvorki lönd né ströng gegn sterkri íslenskri vörn sem gaf fá færi á sér. Þar á bakvið var Hannes Þór eins og herforingi að stýra mönnum. Ef til vill var það ástæðan fyrir að aðeins tvö af tíu skotum Hollands í leiknum rötuðu á markið. Það fyrra var þeirra hættulegasta færi en Van Persie fékk þá stungu frá Robben en var í þröngu færi og Hannes lokaði vel. Hannes Þór ver frá Robin van Persie á Laugardalsvelli.Getty Images Þó hann hafi aðeins þurft að verja eitt skot til viðbótar þá var það allt hitt sem hann gerði sem skipti skipti sköpum. Eilífur talandi, greip vell inn í þegar þess þurfti og hélt mönnum almennt mönnum á tánum. Sigurinn þýddi einnig að eftir þrjá leiki var Ísland með fullt hús stiga og markatöluna 8-0. 4. Gegn Hollandi ytra þann 03. 09. 2015 | Lokatölur 0-1 Síðari leikur Íslands og Hollands var að mörgu leyti svipaður og sá fyrri. Það hjálpaði þó vissulega til að varnarmaðurinn Bruno Martins Indi hafi fengið rautt spjald eftir rúman hálftíma og að Hollendingar hafi aftur brotið á Birki Bjarnasyni innan vítateigs. Þrátt fyrir það þurfti Hannes Þór að vera vel á verði í marki Íslands frá upphafi til enda. Alls varði hann níu skot í leiknum, þar á meðal langskota undir lok leks frá ekki minni mönnum en Memphis Depay, Wesley Snjeider og Luciano Narsingh. Sama hvað Hollendingar blésu og blésu, aldrei féll Hannes og Ísland lagði Holland í Amsterdam með einu marki gegn engu. 5. Gegn Króatíu þann 15. 11. 2013 | Lokatölur 0-0 Elsti leikurinn á listanum og sá eini sem endaði illa, það er ef horft er á einvígið í heild. Eftir frábæra undankeppni fyrir HM 2014 komst Ísland í fyrsta skipti í umspil. Þar mættum við Króatíu, liði sem við áttum eftir að mæta oft á næstu árum. Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Ólafur Ingi Skúlason rautt spjald og Ísland manni færri í 40 mínútur. Ísland hélt út þökk sé frábærri frammistöðu Hannesar Þórs sem var á þessum tíma markvörður KR. „Í kjölfarið óð Króatía í færum en Hannes Þór Halldórsson varði tvívegis frábærlega á þriggja mínútna kafla skömmu eftir brottreksturinn,“ segir í frétt Vísis um leikinn. Eftir jafntefli á Laugardalsvelli var niðurstaðan 0-2 tap og HM draumurinn úti. Hann átti eftir að rætast fjórum árum síðar. Fjöldi annarra leikja kemur til greina þar sem Hannes Þór átti fjöldan allan af stórbrotnum leikjum í landsliðstreyju Íslands. Alls hélt hann hreinu í 25 leikjum af þeim 77 sem hann spilaði. Hannes Þór ver eitt af sex skotum Króata sem rataði á markið í leiknum á Laugardalsvelli um haustið 2013.Getty Images
Fótbolti EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:25 Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05
Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:25
Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00