Ótrúlegt og rándýrt listaverkasafn á uppboð vegna hatrammrar skilnaðardeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 23:31 Á meðan allt lék í lyndi hjá Harry og Lindu Macklowe söfnuðu þau listaverkum sem mynda einstakt listaverkasafn. Patrick McMullan/Southeby's Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni. Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér. Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér.
Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira