Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2021 21:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“ Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“
Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira