Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:00 Blikar fagna. Þeir verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. vísir/hulda margrét Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. Blikar voru mun sterkari eins og í fyrri leiknum en að þessu sinni gekk þeim betur upp mark Króatanna. Hildur Antonsdóttir og Taylor Ziemer skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna kafla í byrjun leiks og Agla María Albersdóttir bætti svo þriðja markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Þetta er stór áfangi fyrir Breiðablik sem fær núna sex leiki gegn þremur gríðarlega sterkum liðum í haust. Og sigurinn tryggir Blikum einnig litlar 75 milljónir króna í kassann. Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Eftir nokkuð rólega byrjun náði Breiðablik forystunni á 9. mínútu. Agla María átti þá langa sendingu inn fyrir vörn Osijek á Hildi sem fékk allan þann tíma sem hún vildi og lagði boltann örugglega framhjá Maju Belaj í marki gestanna. Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 0-2. Taylor skoraði þá með frábæru skoti á lofti eftir að gestunum tókst ekki að hreinsa nógu langt frá. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Sama og ekkert gerðist fram á 37. mínútu. Þá slapp Izabela Lojna í gegnum vörn Breiðabliks eftir slæma sendingu Selmu Sólar Magnúsdóttur til baka en Telma Ívarsdóttir varði vel. Andartaki síðar átti Agla María skot af löngu færi sem small í slánni. Blikar voru helst til kærulausir undir lok fyrri hálfleiks og á 41. mínútu átti Merjema Medic skot sem fór af Ástu Eir Árnadóttur og rétt framhjá marki Breiðabliks. Staðan í hálfleik var 2-0, Blikum í vil. Á 48. mínútu kláraði Agla María leikinn endanlega. Eftir skyndisókn Breiðabliks stakk Tiffany McCarthy boltanum inn fyrir vörn Osijek á Öglu Maríu sem átti vinstri fótar skot sem lak undir Bulaj og inn. Agla María Albertsdóttir skorar þriðja mark Breiðabliks.vísir/hulda margrét Eftir þetta var allur vindur úr Króötunum og Blikar voru mun nær því að bæta við mörkum en gestirnir að minnka muninn. Raunar fékk Osijek ekki eitt einasta færi í seinni hálfleik fyrr en í uppbótartíma þegar Telma varði frá Lorenu Balic. Á meðan brenndi Tiffany af tveimur dauðafærum og Agla María einu auk þess sem sú síðarnefnda skaut naumlega framhjá eftir skemmtilegan snúning. Þá átti varamaðurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir skalla sem var nánast bjargað á línu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Breiðablik fagnaði 3-0 sigri og sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikar fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Getumunurinn á liðunum er talsverður þótt það hafi ekki sést á úrslitunum í fyrri leiknum. Að þessu sinni voru Blikar beittari upp við mark Króatanna og unnu þriggja marka sigur sem gefur rétta mynd af muninum á milli þessara liða. Hverjar stóðu upp úr? Agla María var langbesti leikmaður vallarins, skoraði eitt mark, lagði upp annað og var síógnandi. Hún hefur verið besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar og hlýtur að vera á leið í atvinnumennsku. Hún fær allavega tækifæri til að sýna sig og sanna í riðlakeppni Meistaradeildinni og heilla stór félög í Evrópu. Fremri miðjumenn Breiðabliks, þær Taylor og Hildur, léku einnig vel og skoruðu báðar, og fyrir aftan þær var Selma Sól góð. Blikavörnin var traust og Karítas Tómasdóttir leysti stöðu miðvarðar með prýði. Þá varði Telma tvisvar mjög vel. Hvað gekk illa? Sigur Breiðabliks hefði getað orðið stærri. Tiffany fékk tvö úrvalsfæri í seinni hálfleik sem ekki nýttust og Agla María fór einnig einu sinni illa að ráði sínu. En það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Þrótti á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Sömu lið mætast svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli 1. október. Sem fyrr sagði verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Riðlakeppnin hefst svo 5. október. Meistaradeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. Blikar voru mun sterkari eins og í fyrri leiknum en að þessu sinni gekk þeim betur upp mark Króatanna. Hildur Antonsdóttir og Taylor Ziemer skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna kafla í byrjun leiks og Agla María Albersdóttir bætti svo þriðja markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Þetta er stór áfangi fyrir Breiðablik sem fær núna sex leiki gegn þremur gríðarlega sterkum liðum í haust. Og sigurinn tryggir Blikum einnig litlar 75 milljónir króna í kassann. Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Eftir nokkuð rólega byrjun náði Breiðablik forystunni á 9. mínútu. Agla María átti þá langa sendingu inn fyrir vörn Osijek á Hildi sem fékk allan þann tíma sem hún vildi og lagði boltann örugglega framhjá Maju Belaj í marki gestanna. Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 0-2. Taylor skoraði þá með frábæru skoti á lofti eftir að gestunum tókst ekki að hreinsa nógu langt frá. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Sama og ekkert gerðist fram á 37. mínútu. Þá slapp Izabela Lojna í gegnum vörn Breiðabliks eftir slæma sendingu Selmu Sólar Magnúsdóttur til baka en Telma Ívarsdóttir varði vel. Andartaki síðar átti Agla María skot af löngu færi sem small í slánni. Blikar voru helst til kærulausir undir lok fyrri hálfleiks og á 41. mínútu átti Merjema Medic skot sem fór af Ástu Eir Árnadóttur og rétt framhjá marki Breiðabliks. Staðan í hálfleik var 2-0, Blikum í vil. Á 48. mínútu kláraði Agla María leikinn endanlega. Eftir skyndisókn Breiðabliks stakk Tiffany McCarthy boltanum inn fyrir vörn Osijek á Öglu Maríu sem átti vinstri fótar skot sem lak undir Bulaj og inn. Agla María Albertsdóttir skorar þriðja mark Breiðabliks.vísir/hulda margrét Eftir þetta var allur vindur úr Króötunum og Blikar voru mun nær því að bæta við mörkum en gestirnir að minnka muninn. Raunar fékk Osijek ekki eitt einasta færi í seinni hálfleik fyrr en í uppbótartíma þegar Telma varði frá Lorenu Balic. Á meðan brenndi Tiffany af tveimur dauðafærum og Agla María einu auk þess sem sú síðarnefnda skaut naumlega framhjá eftir skemmtilegan snúning. Þá átti varamaðurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir skalla sem var nánast bjargað á línu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Breiðablik fagnaði 3-0 sigri og sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikar fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Getumunurinn á liðunum er talsverður þótt það hafi ekki sést á úrslitunum í fyrri leiknum. Að þessu sinni voru Blikar beittari upp við mark Króatanna og unnu þriggja marka sigur sem gefur rétta mynd af muninum á milli þessara liða. Hverjar stóðu upp úr? Agla María var langbesti leikmaður vallarins, skoraði eitt mark, lagði upp annað og var síógnandi. Hún hefur verið besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar og hlýtur að vera á leið í atvinnumennsku. Hún fær allavega tækifæri til að sýna sig og sanna í riðlakeppni Meistaradeildinni og heilla stór félög í Evrópu. Fremri miðjumenn Breiðabliks, þær Taylor og Hildur, léku einnig vel og skoruðu báðar, og fyrir aftan þær var Selma Sól góð. Blikavörnin var traust og Karítas Tómasdóttir leysti stöðu miðvarðar með prýði. Þá varði Telma tvisvar mjög vel. Hvað gekk illa? Sigur Breiðabliks hefði getað orðið stærri. Tiffany fékk tvö úrvalsfæri í seinni hálfleik sem ekki nýttust og Agla María fór einnig einu sinni illa að ráði sínu. En það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Þrótti á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Sömu lið mætast svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli 1. október. Sem fyrr sagði verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Riðlakeppnin hefst svo 5. október.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti