Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástand sem skapaðist í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag þegar varaborgarfulltrúi Miðflokksins varð fyrir áreiti manns sem grunaður er um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu.

Töluvert lið lögreglu mætti í ráðhúsið og var borgarfulltrúum sem sátu á borgarstjórnarfundi ráðlagt að fara ekki einir til síns heima að fundi loknum.

Þá tökum við stöðuna á Skaftá og ræðum um húsnæðismál geðdeildar Landspítalans en forstöðumaður þar á bæ segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×